Bara að áminna mín fyrri skrif, greinilegt að sumir hafa ekki lesið þau.
bíddu við, mig minnir að í 18.grein laga Alþjóðasamningur um stjórnmálaleg og borgaraleg réttindi frá árinu 1972 er kveðið á að allir menn séu frjálsir hugsana sinna, sanfæringa og trúar. Í þeim rétti felst frelsi til þess að hafa eða aðhyllast trú eða skoðun að vali hvers og eins, og frelsi til þess að láta í ljós trú sína eða játningu, einir sér eða í félagi við aðra, opinberlega eða einslega, með tilbeiðslu, helgihaldi, guðsþjónustu og kennslu.
Svo minnir mig að í annari málsgrein sömu greinar standi eftirfarandi: Enginn skal þurfa að sæta þvingun sem mundi hefta frelsi hans til þess að hafa eða aðhyllast trú eða skoðun að hans vali.
Í 19.grein sama samnings stendur að mig minnir eftirfarandi:Allir skulu eiga rétt á að ráða skoðunum sínum afskiptalaust. Allir skulu eiga rétt til að láta í ljós skoðanir sínar; í þeim rétti felst frelsi til þess að leita, taka við og miðla alls konar vitneskju og hugmyndum án tillits til landamæra, annaðhvort munnlega, skriflega eða á prenti, í formi lista, eða eftir hverjum öðrum leiðum að hans/hennar vali.
Ef mig misminnir þá endilega leiðréttið mig.
Gerið það kæru hugarar og leifið sem flestum að tjá sig hér, skiptir ekki máli hvort þið séuð sammála eða ekki. Að fara að hvetja fólk til þess að hætta að svara finnst mér afar ómálefnalegt og þá held ég að fólk ætti bara að fara að hætta að tala um Ísrael-Palestínu.
davidjons