Var að lesa greinarnar. Get tekið undir að morð eru aldrei réttlætanleg. En þegar horft er til þessa svæðis sem var áður ríkið Palestína síðar nýlenda breta (set vegna þess að ég sá að sumir menn hér virtust ekki vita að þetta var ríki fyrir hersetu breta) og hugsuna gangur fólks sem hefur átt í stríði í 3 kynslóðir finnst mér barnalegt af ykkur að halda að hægt sé að stopa blóðbaðið einn tveir og tíu. Þetta er fólk sem er alið upp í hatri á hvort öðru rétt eins og kaðólikar og mótmælendur á N-Írlandi, þar tók það tæp 20 ár að róa öfgamenn niður. Stjórnirnar tvær Ísrael og heimsst. Palestínum. þurfa að byrja á því hvor í sínu lagi að ná tökum á öfgamönnum, það er þó léttara fyrir ísraela en palestínumenn þar sem þeir þurfa bara að hætta að kjósa þá til valda en heimastjórnin á í höggi við hópa sem láta ekki segja sér fyrir verkum. Hvorugur þeirra Arafats og Sharons er fær um að stjórna þessu ferli þar sem þeir eru báðir öfgamenn og friður kemst ekki á fyrr en fólkið velur sér hófsamari menn en þá. Til að byrja með þarf sem sagt hugarfarsbreytingu hjá fólkinu sjálfu síðan er hægt að vonast eftir árangri fyrir botni miðjarðarhafs. Annað sem spilar inní líka er það að hryðjuverkahópar bæði innann raða gyðinga og palestínumanna hafa ekki hag sinn að því að friður komist á (jafnvel ekki Mossad, CIA og fleiri leyniþjónustur) því þá tapa þeir einum bestu þjálfunarbúðum fyrir leigumorðingja, njósnara og þess háttar menn sem seldir eru síðan til annara landa til að fjármagna starfsemina.

Kveðja Einn úr FFL