Þarna er áhugaverður listi yfir öflugustu herveldi heims í dag, samkvæmt ákveðinni vísitölu sem þeir reikna út. Lílklega nokkuð nærri lagi. Það er fróðlegt að skoða þetta og bera saman tölur.
Áhugavert, en ég tel þó að Ísrael tæki Tyrkland vegna reynslu og tækni, enda eru Ísraelar oftast í einhverjum aðgerðum meðan Tyrkir gera einstaka loftárásir á Kúrdana.
Annars fannst mér norðurlöndin skora merkilega hátt, fyrir utan Finnland sem ekki náði listanum. Hefði haldið að þeir ættu alltaf einhver vopn ef Rússarnir skyldu mæta aftur á svæðið. Annars kæmu flugvélar og skriðdrekar að engum notum þá, frekar bara rifflar og skæruhernaður.
Já, þegar þú minnist á það, þá er skrýtið að sjá ekki Finnland á þessum lista. Þeir eiga alveg sæmilegan herafla, og ættu a.m.k. að vera á svipuðu róli og Noregur. Líklega hefur bara vantað tölur frá þeim.
Tók reyndar eftir annari villu þarna: Holland og Belgíu vantar alveg á listann. Ég veit ekki með Belgíu, en Holland ætti að vera þarna einhversstaðar milli 10-20. sætis, hefði ég haldið.
Síðast þegar ég vissi áttu rússar svo margar kjarnorkusprengjur miðað við kína að jafnvel þó að kínverjar eigi fleiri skriðdreka og menn myndi ég setja þá í 2. sætið auk þess tel ég að Ísreal ætti að vera ofar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..