Ég er þeirrar skoðunar að aðild muni bæta lífskjör almenna borgara. Og almennir borgarar eru í miklum meirihluta hér á landi.
Áður en ég tel upp ástæðurnar þá skulum við gleyma kreppunni sem ríkir núna. Ég hata þegar fólk segir að ESB-sinnar vilja bara fara í ESB bara til þess að losna við kreppuna. Við getum alveg skoðað þetta frá kreppu eða kreppulausu sjónarhorni, lífskjör munu bætast.
1) Landbúnaðarvörur frá Evrópu verða tollfrjálsar. Hvað þýðir það nú? Það þýðir að allur matur, áfengi og allt sem ræktað er úr jörðinni frá Evrópu lækkar umtalsvert í verði. Neytendastofan segir að í kringum 20% verðlækkun á matarvörum muni eiga sér stað. Með þessu munu lífsgæða aukast alveg tvímælalaust, fyrir utan það að hlutur matar og áfengis úr heildarköku útgjalda fólks muni minnka þá getur fólk einnig leyft sér að borða lífrænar vörur. Langflestir vita að lífrænar vörur hér á Íslandi kosta morðfjár.
2) Krónan verður bundin við Evruna. Við þurfum ekkert að taka upp Evruna ef við göngum inn, svo eru skilyrðin svo ströng að það þyrfti að ríkja alveg fyrirmyndarástand hér á landi til að við gætum nokkurn tíman tekið hana upp. Evran er í lægð eins og er, krónan er í ennþá meiri lægð og nánast allur heimurinn á við samdrátt að stríða.
Ein staðreynd um krónuna: Við erum minnsta hagkerfi heims með sjálfstæðan gjaldmiðil. Krónan er lítil og þar af leiðandi er auðvelt fyrir hana að fara UPP og NIÐUR eins og vitleysingur, eldra fólk kannast við þetta sérstaklega, spurðu þau bara.
Önnur staðreynd: Þótt að krónan sé sterk, þá þýðir ekki að hún sé stöðug. Þótt allt leiki í lyndi hjá hagkerfi Íslands eftir 10 ár með krónuna þá breytir það engu að við verðum mjög líklega ennþá minnsta hagkerfi heims með sjálfstæðan gjaldmiðil og berskjölduð fyrir vogunarsjóðum. Öll þjóðin kannast við svona dæmi sem gerðist fyrir nokkrum árum þegar krónan var ótrúlega sterk en kolféll síðan.
Ein staðreynd um Evruna: Það er risastór gjaldmiðill, því fylgja gallar að sjálfsögðu. En vegna þess að hún er svo stór, þá er hún stöðug. Það er mun erfiðara fyrir hana að fara mikið upp og niður eins og fyrir krónuna. Þess vegna finnst mér það skynsamlegt að binda okkar gjaldmiðil við hana því að þá hoppar krónan okkar ekki upp og niður, á einföldu máli.
Og fólk neitar að taka við þessum kostum, af hverju?
Það vill ekki að Evrópuþingið setji ný lög sem við “neyðumst” til að taka upp? En veit fólk ekki að við tökum hvort sem er upp svona 80% af lögunum sem þeir setja? Og hefur þetta það slæm áhrif á einkahagsmuni fólks?
Svona án gríns.