Nú hefur mikið verið rætt um starfsumsóknir og atvinnuauglýsingar, á jafnréttisgrundvelli. Það er til dæmis kolólöglegt að auglýsa eftir bankastjóra (reyndar hverju sem er) og afmarka þá sem mega sækja um við karla. Það er augljóst.
Svo er ólöglegt að mismuna fólki eftir kynhneigð, og muna flestir eftir málinu í Kópavogi þar sem samkynhneigð umsækjanda var höfð til umræðu.
Þetta finnst öllum auðvitaskuld ólöglegt, og þetta er ólöglegt…
… en hversvegna fer Morgunblaðið ekki eftir lögunum? á síðum þeirra sést aftur og aftur, sama hvað gengur á, auglýsingar eftir barnapíum sem enda á “umsækjandi þarf að vera kvenkyns”. Hvað er í gangi? Breytinga er þörf! við sættum okkur ekki við svona misræmi í því hvernig skal framfylgja lögum og reglum… er það?<br><br><font color=“#800080”>_________________________</font>
<p><a href="http://www.simnet.is/unnst">ha?</a>(ég biðst fyrirfram forláts, ef mér er illa við að skrifa það, sem þér finnst gaman að lesa)</p