fékk um daginn sekt í póstinn hjá mér uppá 5000 kr frá löggunni um að ég hafi verið að keyra of hratt á höfðabakka gengt árbæjarsafni.
svo virðist sem að þeir hafi verið á ómerktum grænum legacy station útí kannti og með myndavél í skottinu og tekið mig á 71 en vegna 3km/klst vikmarka verða það 68.
en ég grennslaði aðeins á netinu og fann þetta-
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000077.html
24. gr. Viðvaranir um rafræna vöktun.
Þegar rafræn vöktun fer fram á vinnustað eða á almannafæri skal með merki eða á annan áberandi hátt gera glögglega viðvart um þá vöktun og hver sé ábyrgðaraðili.
————————————————————————————-
ogsvo þetta-
http://reglugerd.is/interpro/dkm/webguard.nsf/key2/322-2001
11. gr.
Rafræn vöktun.
Þegar löggæsla fer fram með rafrænni vöktun á almannafæri skal með merki eða á annan áberandi hátt gera glögglega viðvart um þá vöktun.
—————————————————————————————
það voru engar merkingar eða neitt sem gaf tilkynna að vegur væri vaktaður.
var þetta þá ekki brot á persónuverndarlögum og þar af leiðandi þarf ég ekki að borga þetta.
svo er líka að það er greinilega búið að gera þetta oft, borgar fólk þá bara án þess að pæla hvort það þurfi að borga??
líka þorir maður varla að gera einhvað því því einstaklingurinn skiptir engu máli og getur ekkert gert.
vitið þið einhvað meira um þetta??