Er að forvitnast um gjafirnar sem fermingarbörnin fá. Var í einni veislu þar sem fermingarbarnið fékk yfir 100þús í peningum. Er þetta það sem gengur og gerist eða er þetta MIKIÐ? Spyr sá sem ekki veit.
Þetta er mikið; þetta er meira að segja mjög mikið. Hvers vegna getur fólk ekki bara gefið bækur eftir Halldór og Tómas og þá alla? Hvers vegna að gefa pening? Fæstir krakkar á fermingaraldri hafa svo gott fjármálavit að þeir setji þetta inná bankareikning; flestir eyða þessu bara í bull og vitleysu.<br><br>Þorsteinn.
Ég er alveg sammála þessu. Hundrað þúsund kall fyrir að segjast elska Guð og Jesú. Þegar ég fermdist á sínum tíma hélt ég að það væri einungis af trúarhita, en svo er ég að gera mér það meira og meira ljóst að ég blindaðist af gjöfum. Þúsundir barna eru að selja sál sína á 100.000 kall, tjald, svefnpoka, bakpoka og nokkrar orðabækur. Gott verð!
nei, ég held að þetta sé frekat eðlilegt, eða fer eftir hversu margir komu í veislun auðvitað. ég fékk um 60 eða 70 þúsund krónur. og ég bauð eitthvað um 50 minnir mig, er ekki alveg viss samt. <br><br>
þegar ég fermdist á sínum tíma fékk ég rúman 150Þ kall, og það var það eina sem ég fékk, enda bauð ég bara allra nánustu ættingjum, ekki einhverju fólki sem ég hef aldrei heyrt um eða hvað þá séð.
Un hundrað þúsund er það sem gengur og gerist í dag, er ég nokk viss um það. Ég seldi sál mína fyrir 75 þúsund kall,sjónvarp, græjur, og allt hitt smádótið. Og sé stórlega eftir því!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..