Ég var búinn að segja að ég skildi hvað þú ættir við. Fannst bara skrítið að þú værir að segja nákvæmlega sama hlutinn tvisvar í sömu setningu.
Það sem ég á við er að hernaðarleiðtogar gera hluti í stríðum sem þeir vilja ekki að almenningur viti, því þá gæti stuðningur almennings við stríðið þorrið.
Já. Annars væri ekki hægt að reka stríð. Alveg eins og ef fullt málfrelsi væri, þá væri ekki hægt að reka stríð heldur.
Ég reiknaði vissulega með að hermenn væru bundnir trúnaðarskyldu, en eins og ég sagði áður, "vissulega er hægt að stefna lífum í hættu með því að ljóstra upp um aðgerðir, þótt ég sé ekki viss að slíkt eigi við í þessu tilfelli.
Hvað meinaru með þessu? Veistu, þú ert alveg hræðilegur að tjá þig. Fyrir það fyrsta eru svörin þín í einni klessu (ENTER takkinn er frábær) og svo snýrðu út úr í annari hverri setningu.
Ertu að segja með ofangreindu að þessi bók sem þú ert að tala um í þræðinum sé ekki að ljóstra upp aðgerðum? Eða í dæmum sem ég hef tekið?
Og, svo ég segi það enn og aftur, við munum ekki komast að því hvort það hafi verið raunverulega ástæðan fyrr en það verður orðið allt of seint, eða fyrr en þessari ritskoðun verður hnekkt.
Nú kemur svo jafn ruglingslegur seinni helmingur setningarinnar, sem byrjar á stóru O í ‘'og’'.
Hvaða ástæðu ertu að tala um? Hvort að hann hafi skrifað um að ljóstra upp aðgerðum? Eða hvort ástæðan fyrir því að bókin var ritskoðuð mun aldrei koma í ljós, fyrr en ritskoðun verði hnekkt?
Talaðu bara venjulega. Það fer þér betur.