Það ætti bara annaðhvort að banna þetta bæði eða leyfa það bæði. Ég reyki oftar kannabis heldur en ég dett í það, og það er bara nokkuð sem ég hef valið mér að gera, mér finnst betra að var bólufreðinn heldur en blindfullur, maður verður heldur ekkert þunnur. Ég hef einu sinni prófað sterkari eiturlyf en kannabis og áfengi (já, ef þið skilgreinið kannabis sem eiturlyf, þá vill ég líka skilgreina áfengi sem það) og ég hef engan áhuga á því að gera það frekar. Hass og bjór er gott djamm. Ég vill hafa þann kost að geta valið um hvort ég vilji reykja hass eða ekki og fengið að gera það í friði án þess að geta verið skilgreindur sem glæpamaður. Við gerum ekki flugu mein.
Hafiði farið á Roskilde Festival?
Hafiði farið á þjóðhátíð í Eyjum?
Þarna sjáum við helsta muninn á fjölda fólks sem kemur saman og kemur sér í vímu, annar hópurinn sötrar öl og reykir smá hass, hinn hópurinn drekkur eins mikið áfengi og það getur þangað til að það líður yfir það. Í eyjum eru u.þ.b. 15 nauðgunarkærur á ári og hundruð slagsmála, þar koma saman um 7-10000 manns. Á Roskilde koma saman u.þ.b. 100000 manns. Að meðaltali eru svona 5-10 nauðgunarkærur þar. Mestu slagsmálin sem ég hef séð þar (hef farið 4 sinnum) var fólk að berjast með geislasverðum, allt í góðum fílíng.
Á EM í knattspyrnu voru allar fótboltabulluóeirðirnar í Belgíu en engar í Hollandi, þar sem kannabis er löglegt.
Meira Kannabis, Minna Áfengi. Ég geri ekki flugu mein.