En er einhver ástæða fyrir því að hafa gengistryggð lán ólögleg í fyrsta lagi? Fólkið vissi vel að lánin þeirra væru gengistryggð og fólkið vissi að gengi geta sveiflast í allar áttir. Þetta er áhætta sem þau tóku meðvitað.
Fólk kætist líklega, ekki vegna þess að það sé eitthvað rangt við að tryggja lán í erlendum gjaldmiðli (það er bara skiljanlegt ef lánadrottnarinn er erlendur) heldur vegna þess að það tók áhættu, tapaði, og vill ekki gjalda fyrir það.
Hvað ef gengið hefði hækkað um 50% en ekki lækkað, og lán flestra hefðu minnkað um helming. Værum við þá jafn sátt við það að gengistryggð lán væru dæmd ólögleg?
Og ef það er í raun ekkert rangt við það að tryggja lán með erlendum gjaldeyri heldur sé verið að koma í veg fyrir að fólk taki svona áhættu með fjárhag sinn… ættum við þá ekki að kæra allt þetta fólk sem er með erlend lán fyrir það að taka slíka áhættu? Því þetta er lítið annað en fjárhættuspil sem fór illa
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig