með því að taka af þeim tölvur og sjónvörp og gefa þeim bara dagblöð og bækur í staðinn. Nám, vinna og slíkt á einfaldlega ekki að bjóðast þetta er refsing ekki tími til þess að lifa betur en margir Íslendingar
Auðvitað eru pyntingar og niðurskurður í lífsgæðum ekki það sama, þó svo að afleiðingarnar geta verið þær sömu ef við förum með málið alla leið (t.d. að neita fanga um læknishjálp þegar hann fær sýkingu o.s.frv.)
En þú leggur samt sem áður áherslu á það að þetta eigi að vera
refsing en ekki betrun. Þ.e. þú vilt ekki fá heilbrigða einstaklinga aftur út í samfélagið, sem mögulega hafa menntað sig og hafa heilbrigðari sýn á lífið heldur virðist þú leggja alla áherslu á það að refsa fólki fyrir glæpi þeirra alveg sama hvaða áhrif það hefur á manneskjuna eða í hvernig ástandi hún er þegar tími hennar er liðinn (gefið að við séum ekki að tala um lífstíðarfangelsi).
Þess vegna benti ég þér á, ef þú ert virkilega að leggja alla áhersluna á refsingu, af hverju þá ekki að pynta fangana?
Algjör þvæla sem það er ef fólkið er dæmt í 3 ár þá á það að sitja inni í 3 ár ekki hleypa því út eftir 1 ár svo það geti reynt að stinga af eða brjóti aftur af sér.
Er mikið um það að fólk sem fær reynslulausn sé að brjóta af sér aftur?
Það er mikið um það í Bandaríkjunum, sem eru með eitt harðasta fangelsiskerfi á Vesturlöndum, að fangar endi aftur í fangelsi eftir að hafa setið allan sinn tíma.
Annars vil ég taka það aftur fram, að helsta vandamál íslenska fangelsiskerfisins er áhersla ríkisvaldsins á andstöðu við fíkniefni. Ef vímuefni væru lögleg og seld á markaði þá myndi álagið á fangelsum lækka gífurlega, þar sem stór hluti fanga situr inni fyrir fíkniefnamisferli.
Og ég sé ekki hvaða fórnarlömb þú finnur í þeim glæpum.