hunsar/hafnar því sem hentar þér ekki
Ertu virkilega að segja að þér finnist rétt að fólk taki mark á þessu öllu saman?
Þetta heitir að beita gagnrýninni hugsun. Ég tek það efni sem liggur fyrir, í þessu tilviki Biblíuna, skoða það, met hvað er rétt að leggja trúnað á og hvað ekki og nýti mér það sem er siðferðislega rétt til að læra af og kenna öðrum.
Það fór alls ekki framhjá mér.
Þá áttu ekki að taka texann sem er sitt hvoru megin við dæmin og splæsa honum saman, það heitir að taka vísvitandi úr samhengi.
Til að forðast þetta skaltu setja (…) inn í textann þar sem þú sleppir parti.
Dæmi: Einu sinni var lítil stelpa sem hét Rauðhetta. (…) Og þau lifðu hamingjusamlega til æviloka.
En það voru þessir “siðblindu” menn sem skrifuðu biblíuna (annars væri ekki svona margt klikkað í henni)."
Ég vil benda þér á allan þann fjölda sem skrifaði Biblíuna, það eru andskoti margir. Þú tekur líka væntanlega eftir því að sumt er gott og gilt og sumt alger steypa, eins og að Móse hafi ýtt Rauða hafinu til hliðar til að komast í gegn.
Þess vegna þarf, eins og ég sagði, að vega og meta hvað er gott að taka sér til fyrirmyndar og nota sem boðskap í lífi sínu.
Þá er ég sáttur :)
Þú ert semsagt sáttur um leið og ég segist ekki vera sérstaklega trúuð? Viltu, með fullri virðingu, halda hatri þínu á trúuðu fólki fyrir sjálfan þig?
Ef þú vilt taka mark á einhverju, þá verðurðu að taka mark á öllu.
Þessi staðhæfing er svo röng að það svíður. Lærðu að beita rökréttri, sjálfstæðri, gagnrýninni hugsun. Hvað sem þú ert að lesa, heyra eða sjá skaltu ekki,
bara alls ekki, taka því öllu í heilu lagi sem annað hvort heilögum sannleik eða haugalygi.
Tökum sem dæmi að þú þekkir manneskju. Einn daginn lýgur þessi manneskja að þér að hún sé veik þegar hún í rauninni var að fara út á djammið, en vildi ekki segja þér það og fara með þér því þið rifust daginn áður. Er þá allt sem þessi manneskja segir, hefur sagt og mun nokkurn tímann segja, lygi?
Á svona aðstæðum er hægt að læra að taka því sem fólk segir með fyrirvara og treysta ekki öllu um leið með barnslegu sakleysi, en samt sem áður geturðu ekki staðhæft að þessi manneskja hafi aldrei sagt satt orð á ævi sinni þótt hún hafi einu sinni logið að þér.
Ef þú hafnar einu, þá verðurðu að sýna fram á að það sem varð eftir er ekki lygi líka.
Er það ekki nákvæmlega það sem ég er að segjast gera? Nema eins og ég set það fram er ferlið akkúrat öfugt en gengur samt út á það sama.
Með gagnrýninni hugsun geturðu dregið úr það sem er rangt og þá er eftir það sem þér finnst siðferðislega rétt.
Ég reikna ekki með að allir séu bókstafstrúarfólk, heldur að allir (flestallir) velji og hafni eftir sinni hentisemi.
Nei, með því að taka dæmi um hvað fólk er ruglað af því það trúir á allt sem Biblían segir ertu
akkúrat að reikna með því að fólk trúi hverju einasta orði 100%.
Þú segist halda eitt en notar annað sem rök fyrir máli þínu.