Nú rak ég augun í þessa frétt
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/fjarmalaradherra-vona-ad-handtokur-hreidars-mars-og-magnusar-sefi-oanaegju-almennings

Nú er spurning hvort að gæsluvarðhald sé eðlilegt í ljósi málsins. Sé maðurinn sekur er gæsluvarðhald algerlega tilgangslaust því mennirnir hafa gengið lausir í 2 ár sem er alveg nægur tími til að binda um lausa enda. Sennilega er gæsluvarðhaldið bara til að róa fólk niður þá.

Er það þá spurning hvort að þetta gæsluvarðhald eigi nokkurn rétt á sér? Ég veit ekki með ykkur en ég vill að gæsluvarðhöld séu þegar þau eru nauðsynleg, en ekki notuð í pólitískum tilgangi til að auka vinsældir stjórnmálamanna.

Spurning hvort ekki væri hægt að komast upp með að setja menn núna í gæsluvarðhald fyrir móðgandi skriftir ef meirihluti þjóðarinnar sé reið manneskjunni.

Bætt við 7. maí 2010 - 15:51
Endilega gefið ykkar álit á þessu máli.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.