Auðvitað er hægt að lasta SÞ í mörgu, enda enganvegin fullkomin stofnun og á langt i land að ná sínum markmiðum, hefur í raun aldrei fúnkerað eins og hún ætti að gera.
En samt sem áður eru SÞ tvímælalaust til góðs, möguleikarnir (sem ekki eru uppfylltir í dag) eru gríðarlegir. Hugsunin á bakvið svona víðtækt alþjóðasamstarf er mjög aðdáunarverð og það er mark tímanna að svona stofnun geti yfirhöfuð verið til í dag (var tildæmis óhugsandi fyrir 200-100 árum og þegar álíka apparat var fyrst sett á laggirnar eftir Fyrri Heimsstyrjöld þá varð það voða misheppnað og tókst ekki að gera neitt að viti).
Fólk gleymir líka oft að SÞ eru ekki bara Allsherjarþingin og Öryggisráðið, þessi stofnun er svo fáranlega stór og snertir svo fáranlegt marga hluti og mörg mannslíf. SÞ hýsir hinar ýmsu minnu en síst ómikilvægari stofnanir, svosem UNIFEM, UNICEF, UNAIDS, World Health Organization, World Food Programme, FAO og fleiri. Þetta eru stofnanir sem sinna mikilvægum málefnum, miklu “raunverulegri” vandamálum, ef svo má segja, sem snertir fólk kannski meira beint en einhver rifrildi og formlegheit í Öryggisráði. Þetta er t.d. að breiða út lestrarkunnáttu, efla þekkingu um kynsjúkdóma, stuðla að fæðuöryggi og eflingu landbúnaðar, barátta við útbreiðslu alnæmis (og upplýsingasöfnun um alnæmi og útbreiðslu þess), barátta gegn barnahernaði og barátta til að tryggja börnum öruggan samastað í heiminum o.fl. Þó að inni í SÞ séu “óæskilegar” stofnanir eða stofanir sem kannski ekki eru til góðs (til dæmis World Bank) þá má ekki líta yfir mikivægi annarra hluta SÞ.
Ekkert annað apparat hefur í raun möguleika á að ná heimsfriði (óraunhæft markmið, ég veit).