Ég voga mér það vegna þess að Ísraelsher hefur myrt fullt af saklausu fólki, börn og konur, sem hefur ekkert gert af sér nema búa á svæðinu. Og er það ekki kúgun að beyta hervaldi til að eyðileggja heimili þeirra? Er það ekki kúgun að gera Palestínumönnum ófært um að búa á svæðinu? Er það ekki kúgun að smala þeim saman í flóttamannabúðir? Heimilinn sem hafa verið rifinn eru á landsvæði sem á að tilheyra Palestínu og er utan þess svæðis sem Ísraelum var úthlutað af SÞ. Þeir halda samt áfram að fjölga landnemabygðum utan síns svæðis í óþökk SÞ og ögra þannig Palestínumönnum til að grípa til örþifaráða við að verja hendur sínar. Ekki það að ég sé fylgjandi sjálfsmorðsárásum.
Og BNA réðist á Talibana og kom þeim frá völdum af því að þeir voru fyrir. Það hentaði ekki BNA að Talibanar væru lengur við völd því þeir vernduðu Bin Laden <i>(eða hvað sem hann heitir)</i> og neituðu að framselja hann. Í raun voru þeir að hefna þeim fyrir að gera ekki eins og BNA skipaði fyrir. BNA réðist fyrst og fremst á Afganistan til að ná Bin Laden.
Og, fyrir svona 15-20 árum <i>(ef ég man rétt)</i> geysaði stríð í Afganistan. Sovétríkinn höfðu sent herlið til landsins til að aðstoða stjórnarher Afganistans í baráttu þeirra við uppreinsarmenn, sem við þekkjum núna sem Norðurbandalagið og Talibana <i>(Norðurbandalagið er saman safn af öllum eða flestum uppreisnar hópunum nema Talibönum)</i>. Og þar sem það þjónaði ekki hagsmunum BNA að Sovétríkinn næðu meiri áhrifum á svæðinu, studdu þeir uppreisnarmennina <i>(þar á meðal Talibana)</i> með vopnasendingum, peningagjöfum og sendu sérsveitarmenn til að þjálfa þá. Talibanar fengu ríflegan skammt af þessari aðstoð, það ríflegan að eftir að Sovétríkinn gáfust upp á Afganistan tóku þeir völdinn í landinu og næstum því gjörsigruðu alla hina uppreisnarmannahópana <i>(nú Norðurbandalagið)</i> á nokkrum árum. BNA stuðlaði því óbeint að því að koma Talibönum til valda með aðgerðum sínum og aðhafðist svo ekkert til að hjálpa Norðurbandalaginu eftir að Sovétríkinn drógu sig út úr stríðinu, því Afganistan skipti þá engu máli lengur. Ekki það að ég haldi að Norðurbandalagið sé mikið skárra en Talibanar.<br><br>Ziaf, er hin versti <a href="
http://www.hugi.is/deiglan/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=437609&iBoardID=144">hálfviti</a