Kæri fésbókarvinur
Sama hvar þú stendur í pólitík þá langar okkur að koma eftirfarandi erindi á framfæri við þig og þína.
Flass hefur haft það að markmiði sínu að vera ópólitísk stöð og engum háð.
Árið 2007 þá fluttum við inn Finnska hljómlistamanninn Darude og stóð til að halda tvenna tónleika í Smáranum í Kópavogi,annarsvegar fyrir aldurinn 13-16 ára og hinsvegar fyrir 16-20 ára. Gerðum við samning við Breiðablik þess efnis nokkuð löngu fyrir áætlaðan tónleikadag.
En viti menn þáverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar Gunnar Birgisson krafðist þess af Breiðablik að okkur yrði ekki leigt út húsnæðið fyrir þessa væntanlegu skemmtun og kom í veg fyrir það í valdi stöðu sinnar sem bæjarstjóra, þrátt fyrir að öll tilskylin leyfi hafi legið fyrir.
Með þessum gjörningu sínum kom hann í veg fyrir að tónleikar þessir yrðu haldnir í Smáranum á umsömdum tíma og braut þannig rétti ungs fólks.
Stefna Flass á þessum tíma var að halda uppi reglulegum menningarviðburðum fyrir ungt fólk á sanngjörnum verðum.
Í ljósi þessa þá hvetjum við þig til þess að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og kjósa þar Ármann Kr. Ólafsson sem býður sig fram til fyrsta sætis gegn Gunnari Birgissyni.
Það skiptir ekki máli í hvaða stjórnmálaflokki þú ert, það eina sem þarf er að vera orðin 15 ára gamall og skrá sig í Sjálfstæðiflokkin fyrir klukkan 17:00 á föstudaginn og vera búsettur í Kópavogi.
Þeim sem náð hafa 18 ára aldri nægir hinsvegar að skrá sig í flokkinn á kjörstað á laugardaginn.
Þeir sem svo ekki kæra sig um að vera í flokknum er það fullfrjálst að skrá sig úr honum strax á mánudeginum.
Komum í veg fyrir að brotið sé á rétti ungs fólks.
Með vinsemd og virðingu
Flass 104,5
Flass hefur haft það að markmiði sínu að vera ópólitísk stöð og engum háð.
Í ljósi þessa þá hvetjum við þig til þess að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og kjósa þar Ármann Kr. Ólafsson sem býður sig fram til fyrsta sætis gegn Gunnari Birgissyni.
Mér er spurn, þarf ekki að vera annað hvort siðblindur eða einfaldlega vitlaus til að ljúga svona í andlitið á fólki með tvem algjörum þverstæðum í sömu yfirlýsingunni. Hvernig í andskotanum þykjast þeir vera ópólitískir ef þeir eru nú hvetjandi til að fólk utan sjálfstæðisflokksins skrái sig í hann til þess eins að skemma prófkjör Gunnars?
Ég er ekki búsettur í Kópavogi og stend því algerlega fyrir utan þetta, enn hafa menn enginn takmörk í skíthælsskapnum? Væri ekki bara eðlilegt ef Bylgjan hvetti alla til að skrá sig í Vinstri-Græna í Norð-austur og sparka Steingrími J. úr prófkjörinu? Nei því það væri algerlega siðlaust.
Eitt er víst að mér finnst þetta gífurlega ómerkilegt hjá Flass FM og mun ég aldrei hlusta á stakt orð á þessari áróðursútvarpsstöð aftur. Fuck þá og þeirra Meinhof pólitík.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.