Ísland í dag já
Er nema furða að maður hafi flúið land og sé búsettur erlendis með fjölskylduna. Ég á góða vinkonu á Íslandi sem er einstæð móðir með 4 börn, hún bjó í íbúð sem borgin á en var borin út á þriðjudaginn var. Íbúðin sem hún bjó í var í félagslega eignaríbúðarkerfinu en var seld á uppboði í september. Henni var ekki gefinn kostur á að fá að borga leigu eða neitt var bara borin út og þar sem hún hefur ekki í neitt húsnæði að venda þá var dótinu hennar komið í geymslu og hún má vera á flakki með börnin sín og veit ekki hvernig þetta fer, hún er atvinnulaus en féló telur að hún hafi of miklar tekjur til að fá hjálp þar sem hún fær meðlag með 4 börnum, það eru 60 þús á mán sem hún hefur, hún hefur ekki unnið lengi af því að fyrrverandi maðurinn sá fyrir fjölskyldunni þannig að hún á ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Hvaða möguleika á hún núna ? Enga, hver vill leigja henni vitandi að hún getur ekki borgað leigu og getur ekki borgað fyrirframgreiðslu ? Ok hvar er þetta góða velferðarkerfi sem á að vera á Íslandi ? Ég allavega sé það ekki .