Ísraelar hafa dregið her sinn til baka frá þremur bæjum á Vesturbakkanum. Fjöldi skriðdreka er á leið út úr bænum Ramallah, auk þess sem hersveitirnar hafa yfirgefið Qalqilya,Tulkarm og flóttamannabúðirnar Al Bourij á Gasasvæðinu.

Þar með er stærstu hernaðaraðgerð Ísraela á jörðu niðri í að minnsta kosti 20 ár lokið.