Ég er 17 ára Íslendingur sem að á ekkert nema nokkrar krónur inná banka sem ég hef unnið mér inn í sumarvinnu. Ég á engar eignir, hef ekki tekið nein lán og skulda hvorki einum né neinum krónu.
Foreldrar mínir fóru alls ekki langt í góðærinu og þau tóku ekkert erlent lán þrátt fyrir að hafa hafnað tilboði frá bankanum oft og mjög mörgum sinnum, þar sem erlent lán var það sniðugasta í heimi árið “tvöþúsundogsjö”
Ég er ekkert nema á móti því að Íslendingar eigi að borga þessa Icesave reikninga! Ég skil ekki fólk sem að eru ósammála mér.
Ég hef nokkrar spurningar til þess fólks:
Af hverju á ég að eyða mínum peningum (með því, að því virðirst, að búa einfaldlega á Íslandi) til að borga upp mistök annarra?
Af hverju á íslenska þjóðin að fara á hausinn af því að einhverjir bankamenn skitu illilega á sig?
Af hverju þarf ég bara að sætta mig við það að vera Íslendingur og borga?
Ég skil fólk sem að finnst að við þurfum að borga vegna þess að annars myndi það vera mjög slæmt fyrir allt sem tengist viðskiptum og að Bretar og Hollendingar myndu fara í fýlu út í okkur, en af hverju er ekki löngu búið að finna aðra leið út?
Þetta fólk var víst svo miklir snillingar árið 2007… hvað kom fyrir vitið á þeim árið 2009? :S
Ég skil þetta ekki. Og ég er ekkert annað en sátt með það að forsetinn hafi synjað lögunum og að núna komi þjóðaratkvæðagreiðsla vegna þess að mér finnst það algerlega að þjóðin mætti kjósa um það hvort að þau ættu að lifa við virkilegar hækkanir á allri nauðsyn og niðurskurði á nánast langflestu - af því að einhverjir menn héldu að þeir væru klárari en þeir voru…
Eeeendilega rökræðið við mig ef að þið eruð ósammála =)
Kv. Kjutipae
Lastu Þetta?..