Bætt við 4. janúar 2010 - 03:27
og ég biðst innilega afsökunar á þessari grimmu stafsetningavillu í fyrirsögnini haha!
Only God Can Judge Me
Fjölmiðlafrumvarpið var frumvarp til laga á Íslandi á árinu 2004. Í frumvarpinu fólust takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Þannig mátti enginn einn aðili eiga meira en 25% í fjölmiðafyrirtæki. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi af ríkisstjórn Íslands og var samþykkt þar þrátt fyrir mikla andstöðu í þjóðfélaginu[1]. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði að staðfesta lögin og vísaði þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu.[2] Í kjölfarið vöknuðu spurningar hvort að forsetinn hefði í raun rétt til að synja málum. Ríkisstjórnin kom í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið (lögin) með því að fá samþykkt frumvarp, sem nam hitt úr gildi.http://is.wikipedia.org/wiki/Fj%C3%B6lmi%C3%B0lafrumvarpi%C3%B0