Nú ætla ég ekki að fara að færa rök með eða á móti Icesave og annað sem er í tísku þessa dagana. Það er aðallega vegna þess að ég veit svo lítið um þessi mál. Allir fjölmiðlar hafa flutt ógrynni af fréttum um málið en ég næ ekki að fylgjast með nema rétt á yfirborðinu.

Í dag rakst ég á þetta myndband; http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/?fl=0;media_id=38452;play=1&ref=fpsjonvarp. Fólk er skiljanlega ósátt með stöðu mála og tjá sig um málið eins og sjálfsagt er. Kallinn með kommúnísta húfuna fékk mig hinsvegar til að hugsa. Hann virtist ekkert vita um málið og ég fékk það á tilfinninguna að hann væri á móti af því að hann væri á móti. Nokkurs konar punktur-pasta-bannað-að-breyta hugarfar, að sjálfsögðu gæti það verið rangt hjá mér.

Hugsanir á borð við “afhverju gerðist þetta?” hafa verið að brjótast um í kollinum á mér. Svarið sem ég tel líklegast er að útrásin hafi verið ekki nægilega vel ígrunduð. Fólkið hefði í rauninni átt að spyrja sig í miðju góðærinu spurninga eins og “er þetta af hinu góða?”.

Hefði fólkið kannski átt að mótmæla þegar útrásin stóð sem hæst eða var engin leið til að sjá þetta fyrir?

Hvað haldið þið, er verið að skamma ranga ríkisstjórn?

Skítköst koma mér ekki á óvart en ég er fráfróður um þetta mál og fræðið mig því frekar en að fleima mig.
omglolwutfail