MÓTMÆLASTAÐA VEGNA KYNNINGAR HRYÐJUVERKASTJÓRNAR
- FIMMTUDAGINN 14. MARS / GRAND HÓTEL / KL. 17:30 -

“Í öllum hamingju bænum - Halldór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar Grímsson - neitið að taka á þessum sendiboða þeirra hryðjuverkamanna sem nú ráða Ísrael, eða farið út úr bænum ef þið þráist við að telja kurteisisvenjur ekki leyfa ykkur annað, þykist vera veikir, eða leggist á gólfið á Bessastöðum þegar hann bankar og svarið ekki í símann - heiðrum ekki fasistana með því að bjóða þeim í okkar hús; þá menn sem brjóta niður hús og heimili saklauss fólks í Palestínu; þessir menn eru ekki í vorum húsum hæfir.”

Þessi klausa er tekin úr pistli Illuga Jökulssonar sem fluttur var í Morgunþættinum Ísland í býtið á Stöð 2 núna á þriðjudaginn þegar í ljós kom að Íslenskir ráðamenn ætluðu að taka má móti nýjum stendiherra hryðjuverkastjórnar Ariel Sharons. Fyrsta verk þessa nýja sendiherra er að kynna okkur Íslendingum fyrir skemmti- og sólarlandaferðum til apartheid ríkisins Ísraels sem síðustu daga hefur murkað lífið úr fólki í flóttamannabúðum, neitað að hleypa barnshafandi konum á sjúkrahús og ráðist á sjúkrabifreiðir. Getur smekkleysan orðið meiri?? Varla. Nú verðum við að sýna að þótt Halldór og Ólafur séu hressir að taka móti fulltrúa ríkis sem þverbrýtur samþykktir S.þ., alþjóðalög og mannréttindarsáttmála ÞÁ GERUM VIÐ ÞAÐ EKKI!!!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælastöðu fyrir framan Grand Hótel, þar sem kynning Ísraelsstjórnar fer fram. Félagið hvetur borgarbúa til að fjölmenna og sýna samhug sinn með þjáningum Palestínumanna og stuðning við baráttu þeirra gegn hernámi Palestínu sem nú hefur staðið í 35 ár þvert á samþykktir S.þ.. Kynningin hefst klukkan 18:00, fimmtudaginn 14. mars, og mun mótmælastaðan hefjast klukkan 17:30.