En samþykkti meira að segja Ron Paul mótaðgerðir vegna 9/11. En það er munur á því að ætla að sýna Al-Kaída að þeir komast ekki upp með voðaverk og að ætla að umturna heilu ríki á 2-3 árum og breyta hirðingjasamfélagi í hámenntað lýðræði.
Og hvað meinaru með að vestræn menning standi á brauðfótum? Þetta var ekki árás á vestræna menningu, þetta var árás á Bandaríkin. Bandaríkin eru búin að vera með mjög aggresíva utanríkisstefnu alla 20.öldina, með bækistöðvar í Saudi-Arabíu og fleiri löndum, sem einfaldlega fer í taugarnar á þessu fólki. Rótækir Íslamistar eru ekki vandamálið, það er afskiptasemi BNA sem býður upp á þessa hegðun.
Með sömu rökum geturu sagt að árásirnar hafi verið réttlætanlegar vegna þess að múslimaríkin þurfa að sýna að yfirgangssemi, hroki og afskiptasemi á ekki á lýðast á milli landa.
BNA reyndu að skipta sér af gangi mála í Víetnam, eins og við könnumst öll við, sem gekk ekki. Nú í dag þá eru blómleg viðskipti á milli landanna.
Sama hvort þú ert að tala um vesturlönd (sem eru ekki í neinni hættu, enda eru múslimar frekar að berjast um að flytja hingað en að sprengja okkur) eða Bandaríkin, þá er besta svarið, og það sem mun veita okkur sem mesta hagsæld, að leysa vandamál með samningum, opnari samfélögum og meiri verslun.
Segjum okkur að BNA fari frá Afghanistan og segjum sem svo að Talibanar nái aftur völdum.
1) Þeir munu hafa lært sína lexíu og vita hvað gerist ef við messum í BNA
2) landið mun vera í sömu stöðu og áður, svo það er ekki verið að fokka því neitt upp þannig séð (nema náttúrulega meðan að stríðið er)
3) Ef opnari verslun er leyfð við Afghanistan þá mun stjórnin, sama hvaða stjórn það er, vita að það er ekki þess virði að segja öðrum stríð á hendur vegna viðskiptahagsmuna sem eru í húfi (en viðskipti gera iðulega báða aðila ríkari).
Svo það er vissulega hægt að gagnrýna aðgerðir Al-Kaída. En ef maður gerist nógu stór og reynir að skilja hvað fær fólk til þess að fremja sjálfsmorð fyrir málstað… þá er líklegra að maður komist að skynsamlegri lausn heldur en ef maður ákveður upp úr þurru að rústa heilu landi
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
Víetnam var öðruvísi, þar voru kommúnistar sem vildu breytingar rétt?
Í Afganistan eru aftuvhvarfsíhaldsmenn sem vilja hverfa aftur að árinu 1000 fyrir krist.
Og ég meinti aldrei sjálfur að vestræn menning standi á brauðfótum, ég átti við að það er það sem Talíbanarnir halda.
Bætt við 12. desember 2009 - 15:20
Væri = sanngjarnt fyrir fyrir Afgani að bandaríjamenn kæmu í Afganistan, byrja stríð, koma ríkisstjórninni frá, stinga svo af og það kemur aftur stríð, núna borgarastyrjöld?
Það ætti ekki að draga úr líkum á framtíðarárásum, það ætti að margfalda hatur Afgana á bandaríkjunum hundrað sinnum, að hafa byrjað 3 stríð í landinu til þess eins að láta það renna aftur í sama farið. Innrásin, svo kom friður í smá tíma, uppreisnarmenn sem eru talíbanar og svo loks borgarastyrjöld.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.
0
Skiptir virkilega máli hvort þú kallar ofbeldismennina Talibana eða kommúnista? Stríðið er sama eðlis, sama hvort það séu kommar sem vilja breytingar eða fanatískir trúarhópar.
Væri = sanngjarnt fyrir fyrir Afgani að bandaríjamenn kæmu í Afganistan, byrja stríð, koma ríkisstjórninni frá, stinga svo af og það kemur aftur stríð, núna borgarastyrjöld?
Það var ekki sanngjarnt að ráðast inn í Afghanistan í fyrsta lagi og það er ósanngjarnt að drepa hundruð saklausra borgara á ári.
Kemur stríð ef þeir stinga af? Nýjustu fréttir: Það ER stríð í Afghanistan!
Ef það kemur borgarastyrjöld og Talibanar vinna þá er landið í sömu stöðu og áður… svo engin skaði skeður þegar litið er á heildarmyndina.
En kannski gæti fólkið sjálft barist fyrir breytingum í þessu ímyndaða borgarastríði. Það væri mun hagkvæmara að einfaldlega selja Afghönskum borgurum vopn svo þeir geti sjálfir barist við Talibana ef þeir telja sig vera kúgaða… ef ekki, hvaða rétt höfum við þá á að segja þeim hvernig þeir eigi að lifa?
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig
0