Þetta er erfitt.
um toppsætið í lélegum býst ég við að þeir sem berjast um sætið séu
Idi Amin. Tekst engan veginn að halda uppi röð og reglu í landinu og nærsta lógíska svar hans eru fjöldamorð, heldur því fram að nágrannaríkið styðji uppreisnarmenn í Úganda og ræðst á þá og tapar.
Robert Mugabe. Hernaðarlega er ég ekki viss enn efnahagsóstjórn hans er heimsþekkt.
Pol Pot. Drepur svokallaða óvini fólksins af einhverri undarlegri tilraun til að gera Kambódíu að einhverskonar einu stóru samyrkjubúi, fólk var rekið úr landi og menntamenn fyrirlitnir (t.d. voru menn oft drepnir fyrir að vera með gleraugu, þau þýddu að þú gast lesið). Tapar fyrir Vietnam stríði.
Benito Mussolini. Mussolini réðst inní Grikkland og þurfti hjálp hitlers við að vinna, réðst inní Egyptaland og þurfti hjálp þjóðverja til að geta eitthvað og var fyrsta öxulveldið til að tapa í stríðinu(á undan Ungverjalandi, Rúmeníu og Finnlandi t.d.) Rembdist við að halda uppi einhverjum fasista í landi þar sem íbúarnir gátu varla verið áhugalausari og endaði með því að hann var drepinn af æstum múg.
Kim Jong Il. Fékk stöðu sína í arf frá föður sínum, Kim Il Sung og aðhyllist þá hugmynd að Kórea eigi að vera sjálfri sér nóg. Hvað eftir annað kallar hann yfir landið sitt viðskiptaþvinganir með fáránlegum kjarnorkutilraunum. Herinn í landinu er með þeim allra stærsta í heimi og fólkið í landinu sveltur við að halda honum uppi, og ef í alvöru stríð væri farið þyrfti sennilega ekki að sprengja meira enn örfáar brýr til að svelta allan herin hans. Hann er mjög mikið fyrir sportbíla og má þess geta að í höfuðborg land hans eru 6-8 akreina vegir ekki óalgengir, a.m.k. eru vegirnir mun algengari enn bílar. Læt hérna fylgja mynd af fallegum, tvíbreiðum vegi sem virðist vera með 2 akreinar báðum megin(vantar vegmerkingar)
http://farm4.static.flickr.com/3323/3222625894_40a5665eda.jpgBætt við 22. janúar 2010 - 08:56 Meinti þegar ég skrifaði um Pol Pot, að fólk var rekið útá land, það er að segja úr stórborgunum og útá landsbyggðina, skrifaði óvart úr landi.