The Game
Pæling
Ef að tveir menn lenda í árekstri og báðir mennirnir eru undir áhrifum áfengis, hvor er þá í rétti?
Það að brjóta önnur sérrefsilög eða snúa út úr setur þig ekki í “órétt” sem er tekinn út frá umferðarlögunum.Einmitt það sem ég var að segja :)
skilurru?
Væntanlega sýnir ökumaður alltaf vítavert gáleysi þegar hann brýtur umferðalög með því að keyra ölvaður, það ætti nú að segja sig sjálft.Nei, það segir sig ekki sjálft.
Í fyrsta lagi er það ekki eiginlegt umferðalagabrot að vera ölvaður við stýri. Umferðalagabrot er þegar menn stansa ekki á stöðvunarskyldu, fara yfir á rauðu ljósi eða keyra á vitlausri akgrein.
Umferðarlög: VII. Um ökumenn.
45. gr. Enginn má stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki, ef hann er undir áhrifum áfengis.
[Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 0,50‰, en er minna en 1,20‰, eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,25 milligrömmum í lítra lofts, en er minna en 0,60 milligrömm, eða ökumaður er undir áhrifum áfengis þótt vínandamagn í blóði hans eða útöndun sé minna telst hann ekki geta stjórnað ökutæki örugglega.]1)
[Ef vínandamagn í blóði ökumanns nemur 1,20‰ eða meira eða vínandamagn í lofti, sem hann andar frá sér, nemur 0,60 milligrömmum í lítra lofts eða meira telst hann óhæfur til að stjórna ökutæki.]1)
Nú hefur ökumaður neytt áfengis við akstur eða fyrir hann þannig að vínandamagn í blóði hækkar eftir að akstri lauk, og skal þá litið svo á sem hið aukna vínandamagn hafi verið í blóði hans við aksturinn.
Það leysir ökumann ekki undan sök, þótt hann ætli vínandamagn minna en um ræðir í 2. og 3. mgr.
Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna, að hann geti eigi stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega.
Eigi má fela manni í því ástandi, sem að framan greinir, stjórn ökutækis.
Í fyrsta lagi er það ekki eiginlegt umferðalagabrot að vera ölvaður við stýri.
ekki mikið vit í að pósta link á grein sem er búið að linka á fyrir ofan svarið mittÞá er nú heldur ekki mikið vit í því að svara í fyrsta lagi.