Vegna þess að það er alltaf gaman að vitna í internetið:
If your entire life's work can be summarized in a body part, you're either Adam Smith or John Holmes.
Annars er þetta alveg rétt, Nóbelsverðlaunagjafarnir eru nokkuð augljóslega að lýsa yfir stuðningi sínum við Obama (það er ekki eins og hann hafi ekki gert neitt, bara fátt beinskeytt) frekar en að heiðra hann. Flest hinna verðlaunanna (þessi sem Svíar sjá um) eru gefin að mörgum árum liðnum, þegar viðkomandi vísindakenningar hafa verið rækilega staðfestar og/eða nýttar. En það er tvíeggjað sverð, því oftar en ekki drepast verðugir menn áður en þeir fá tækifæri til að vitja verðskuldaðra verðlauna.