Sæll,
Þú fullyrtir að íslenskir ríkisborgarar (þú sagðir reyndar Íslendingar en þetta snýst um íslenska ríkisborgara) fengju að greiða atkvæði alls staðar erlendis. Þannig er það bara ekki heldur einungis á hinum Norðurlöndunum. M.ö.o. þú hafðir rangt fyrir þér. Það er síðan tekinn fram í skoðanakönnuninni sá svarmöguleiki að þetta sé ekki í lagi á meðan að kosningarétturinn er ekki gagnkvæmur, þ.e. að íslenskir ríkisborgar fái sömu réttindi í heimalöndum hinna erlendu og þeir fái hér. Þessi svarmöguleiki leggur þannig blessun sína yfir fyrirkomulagið gagnvart hinum Norðurlöndunum, þ.e. að allir sitji við sama borð, en mótmælir því að erlendir ríkisborgarar fái réttindi hér á landi sem íslenskir ríkisborgarar hafi ekki í þeirra heimalöndum.<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
<A HREF="
http://www.framfarir.net“>www.framfarir.net</A>
”And to preserve their independence, we must not let our rulers load us with perpetual debt. We must make our election between economy and liberty, or profusion and servitude." -Thomas Jefferson