Alls ekki. Bara verið að benda á að mestur hluti þessara ‘ótryggðu’ sem alltaf er verið að kvarta út af gæti hæglega átt efni á tryggingum, þau einfaldlega tíma því ekki.
Einn sagði meira að segja að atvinnurekandinn hafi boðist til þess að borga trygginguna, en honum fannst launin sín lækka of mikið fyrir vikið, (spikið?)
Þ.e. þetta er fólk sem einfaldlega tímir ekki að kaupa sér tryggingu, og ef þú vissir hvað heilbrigðisþjónusta er dýr þá myndiru kannski hugsa þig tvisvar um áður en þú hoppar á næstu heilsugæslustöð.
Það er einmitt vandamálið þegar ríkið greiðir fyrir eitthvað, okkur er alveg sama hvað það kostar, við viljum bara fá þjónustuna.
Mikið gáfulegra væri að í stað þess að ríkið myndi hirða peningana okkar, að þá færu þeir í okkar eigin, persónulega, varasjóð sem við gætum nálgast þegar við þurfum að kaupa heilbrigðisþjónustu. Þá þyrftum við sjálf að eyða okkar eigin peningum, sem gerir það að verkum að við erum líklegri til þess að bera saman mismunandi lækna, heilsugæslur og verðlista, til þess að fá sem mesta fyrir peninginn.
Það stuðlar að minni sóun í hagkerfinu, við fáum betri þjónustu fyrir minni pening og allir græða (nema náttúrulega klíkan í íslensku læknastéttinni, sem tekur þetta ekki til mála)
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig