Og af hverju eru NATÓ að berjast við talibana, … mig minnir sterklega að það hafi verið Al-Kaída, alþjóðleg hryðjuverkasamtök, sem hafi upprunalega verið skotmarkið.
hassneysluhugsunarháttur
Hvern andskotinn þetta þýðir, eða á að þýða, veit ég ekki. Ég er búinn að færa rök fyrir mínu máli og ég mæli með því að þú notir meira en bara fordóma til þess að andmæla því
ólöglegt í næstum öllum öðrum löndum
Núnú, þurfa menn allt í einu að hlýða lögum annarra landa núna?
Djöfull missti ég af því, eins gott að ég fari að breiða lak yfir mömmu mína svo hún verði ekki tekin af lífi fyrir að láta sjást í bera handleggi… það er nú ólöglegt í mörgum
öðrum löndum
Eitthvað sem skæruliðar eru glaðir að taka að sér til að afla sér peninga og nýliða.
Hvaða skæruliðar? Ekki er vitað til þess að Al-Kaída hafi nokkurn tímann fjármagnað sig af viti í gegnum ópíumræktina… það eru aðallega talibanar.
En á móti hverjum var stríðið aftur? …. eða veit það einhver almennilega?
Með því að banna að rækta ópíum neyðast bændur að finna nýjar leiðir til að græða peninga.
Nú ertu að reikna með því að bönn virki… það er frekar heimskulegt hjá þér ef þú skoðar bannstefnur sem við þekkjum hingað til.
Það sem þetta gerir pottþétt er hins vegar að skapa átök, skapa hagsmunaárekstra milli venjulega, friðsama fólksins í Afghanistan sem við viljum vinna á okkar band, og svo BNAstjórnar.
Hagsmunaárekstrar sem við höfum ekki efni á eins og staðan er í dag.
Þú vinnur ekki hug og hjörtu þjóðar með því að sprengja hana í tætlur og taka af þeim stærsta framleiðsluþáttinn… það er bara hrein heimska að láta sér detta það í hug.
Og spurningin er í rauninni ekki hvort það sé rétt eða rangt að reyna að taka hirðingjaþjóð með 25% læsi og bomba henni inn í miðstýrt skriffinnsku lýðræði, heldur hvort það sé í fyrsta lagi gerlegt. Miðað við þau stórveldi sem hafa reynt það, og öllum mistekist, þá er nokkuð ljóst eftir 8 ára átök að það er ekki að fara að heppnast.
Hvað á þetta stríð að standa lengi… 8 ár í viðbót?
Það er hvati til iðnbyltingar sem gæti loksins komið þessu landi úr miðaldafýlingnum eins og þú kallar það.
Að taka frá þeim hagkvæmasta framleiðsluþáttinn þeirra, sem einnig er 70% af landsframleiðslu… það á einhvern veginn að efla hagvöxt í landinu?
Bíddu hvar lærðir þú hagfræði?
Ef þú vilt að landið rækti bara ópíum það sem eftir er verður það aldrei nútímaríki.
Vegna þess að hveitirækt og framþróun eru óaðskiljanlegir þættir?
Nei, það er almennt einkenni þróaðra þjóða að landbúnaður… sama hvaða landbúnaður það er, er ekki stór hluti af heildarframleiðslu. Þegar landbúnaður er svona stór hluti af framleiðslu Afghanistan þá er það merki um frumstætt land. Það þýðir ekki að það verði þróað með því að taka af þeim landbúnað.
Það er jafn fáránlegt og að halda að barn verði fullorðið ef þú rífur af því pelann.
besta leiðin til að gera það að nútímaríki er að losna við talíbananna, gera landið öruggt svo hægt verði að fjárfesta í iðnaði þar
Besta leiðin væri náttúrulega að allir myndu bara gera eins og við segjum þeim og ekki vera með neitt múður. Síðan ef við gætum þurrkað út trúarbrögð í heiminum þá væri vandinn að mestu leiti leystur. Þá þyrftum við bara að sjá til þess að enginn maður verði nokkurn tímann slæmur.
En þetta er bara ekki mögulegt… og ég sé ekki að svar þitt sé nokkuð mögulegra í bráð, hvað þá til lengri tíma.
Ég segi leyfum þeim að búa í þessari skítaholu. Þegar þau eru komin nógu langt aftur úr okkur hinum þá sjá þau líklegast að þeirra kerfi er ekki að virka. En þangað til þá finnst mér frekar bjánalegt að vera með GeorgeWBushhugsunarháttinn þinn og halda að við getum leikið lögreglu í heiminum og sagt öðrum þjóðum hvernig þau eiga að haga sínum málum.