mig langar aðeins að tala um það sem ég hef verið að hugsa og fer soldið í taugarnar á mér:
Bush er alltaf að tala um að það verði nú að fara að koma á frið á milli ísrael og palestínu, ok það er í lagi, en það er það eina sem hann gerir, að tala um það. afhverju drullast hann ekki til að koma á sáttum, ræða bæði við Ariel Sharon og Yasser Arafat. En samt finnst mér að Bush sé of hlutfrægur til að reyna að koma sáttum á, það lítur helst út fyrir að hann sé hliðhollari ísraelsmönnum, eins og t.d. að halda bara fundi með ariel sharon, en afhverju getur ekki einhver reynt að koma á friði á milli þeirra. Svo er hann líka að koma á friði einhversstaðar, en um leið er hann að bomba í afganistan, til að leyta að Osama bin Laden.
Og svo finnst mér Bush vera aðeins of róttækur í þessu stríði sínu gegn hryðjuverkum, hann er örugglega búin að drepa svipaðan fjölda af fólki í þessu stríði sínu og dóu í World Trade Center, og afhverju mega einhverjir í afganistan alveg deyja, en þegar 3000 BANDARÍKJAMENN deyja þá er það rosalegt. bara því þeir dóu í Bandaríkjanum. Og svo réttlætir Bush gjörðir sínar svo rosalega, en mér finnst þær ekkert rosalega réttlætanlegar, kannski það að hann sé að leita að osama bin laden, en ekki það að hann sé bara að lýsa stríði á öll þau lönd sem honum er illa við og gætu kannski ráðist á USA.
Allaveganna, það sem er að pirra mig mest, er afhverju eru ekki gerðar neinar róttækar breytingar til að koma á friði. við höfum sameinuðu þjóðirnar og fullt af einhverjum alþjóðlegum félögum, sem eru alltaf að tala um að gera hlutina, en gera ekki neitt. Ég átta mig á það þarf mjög róttækar breytingar, en afhverju ekki að byrja að gera hlutina einhverntímann.