Þar sem ég er nú ekki borgarbúi, ja kannski á næstu áratugum verði maður talinn það(bý á Akranesi), þá finnst mér nú að svona stór flugvöllur ætti nú betur heima í öðru umhverfi, ekki svona nálægt miðborg höfuðborgar landsins, þetta er að ég held einsdæmi í heiminum, leiðréttið mig ef það er ekki rétt, svona mannvirki sem flugvöllur fyrir innanlandssamgöngur(talandi um löng orð!´)er þá hlýtur að vera til betri staður fyrir hann.
Sjúkraflug, já en er ekki heldur betra að hafa bara betri spítala á landsbyggðinni, td á akureyri og eigilstöðum, því að þyrluflugvöllur er nú ekki stór! Það þarf þá ábyggilega að borga góðum læknum ansi góða summu til að vera á landsbyggðinni, því að það virðist sem svo að þeir vilja ekki vera í einhverjum “krummaskuðum”.
ferðaþjónustan er mjög mikilvæg fyrir landið, en ég held að þeir sem eru að ferðast með innanlandsflugi, séu ekkert að væla og skæla þótt þeir þurfi að fara aðeins lengra á hótelið sitt eða til ættingja, því er líka hægt að redda með hröðum samgöngum frá þeim stað sem nýi flugvöllurinn er, lest td.
Þetta er náttúrulega gullmoli í augum þeirra sem vilja byggja og byggja, ég sé ekkert að því, eru ekki allir að kvarta yfir lóðaleysi, og þá sérstaklega sjálfstæðismenn, þeir hljóta nú að geta talað við bubba kóng og látið hann redda þessu, eins og öllu öðru í samfélaginu í dag. Ef flugvöllurinn fer ekkert, þá get ég nú bara bennt á það að td. Akranesi er nóg af lóðum, rólegt og ekki er það nú mikið lengra en að keyra frá hafnarfyrði, allavega úr hverfunum sem eru komin næstum oní álverið.
kv. Hinn Mikli Bjórmagi