Ég er ekki sammála henni að nokkru leiti, en það er fáránlegt að gera mál úr þessu. Hún nýtur tjáningafrelsis rétt eins og allir aðrir og það sem hún ákveður að gera í sínum frítíma kemur starfi hennar sem kennari ekkert við.
„En það er ákaflega óheppilegt að starfsmenn uppeldisgeirans hafi svona skoðanir, og líka að þeir finni hjá sér þörf til að viðra þær," segir Ómar
NÚ ER ÞAÐ? Síðast þegar ég vissi þá mega kennarar ekki opinbera sínar trúarlegu eða pólitísku skoðanir í kennslustundum eða í starfi!
Svo ég sé ekki hvernig hennar pólitísku skoðanir koma starfi hennar við á nokkurn hátt. Smá thought-experiment: Það er ekki erfitt að sjá fyrir sér aðstæður í nasistaríki þar sem opinber stefna er að losa sig við alla sem eru af erlendu bergi brotnir. Þar missir kennari vinnuna vegna þess að hann opinberaði sínar frjálslyndu skoðanir í sínum frítíma… hvernig finnst fólki dæmið hljóma þá?
Tjáningafrelsið er ekki til þess að verja vinsæla einstaklinga sem eru með vinsælar skoðanir sem höfða til meiri hlutans. Þá væri það frekar tilgangslaust. Eðli tjáningarfrelsisins er einmitt að verja rétt einstaklinga sem EKKI hafa vinsælar skoðanir.