Öldrun er hrörnun erfðaefnisins, krabbamein er hrörnun þess á stöðum sem stjórna fjölgun frumunnar, ákveðnum boðefnasendingum hennar, etc.
Ég miða ekki við einhverja útópíu þegar ég segi að samfélagið borgi fyrir sjúkdóma fólks. Það væri vel hægt að láta reykingamenn borga hærri iðgjöld í sjúkrakassa, hvort heldur sem er eiga þeir að bera kostnaðinn af óskundanum sem þeir valda sér sjálfir.
Aftur, það þarf ekki að leggja skatt á neyslu, aðeins ofneyslu eða aðra kvilla. Hvernig sem sú álagning fer fram, mér er sama á hvern veginn hún fer, eiga þeir sem stefna sér í hættu að bera ábygðina á henni sjálfir.
Þar erum við sammála.
Svo er bara spurning hver á að safna peningunum (ef einhver) til að borga fyrir þá sem verða veikir. Þar er mér alveg sama hvað þér finnst, enda held ég ekki að þú eða nokkur geti sannfært mig um að þú eða nokkur hafi rétt fyrir sér að neinu leiti (hversu sammála eða ósammála sem þið eruð mér). Ég hef lítinn áhuga á slíkri pólitík og það fer í taugarnar á mér þegar fólk þykist geta vitað þau mál óyggjandi á einn veg eða annan.