Börn sem lifa sem ‘scavengers’ á ruslahaugum, fólk sem vinnur fyrir grátlegar upphæðir á dag, fólk sem þarf að flýja landsvæðið sem það býr á vegna þess að olíuvinnsla hefur eyðilagt það
Það er mikið meira af þessu fólki í ‘þriðja heims’ löndum.
Kapítalismi mun ekki valda velmegun á heimsmælikvarða, heldur mun hann bara valda misskiptingu auðs sem sýnir sig þannig að fáir verða mun ríkari en miklu fleiri verða miklu fátækari (enda var hann búinn til og honum er viðhaldið af þeim ríku, því ekki vilja þeir gefa frá sér auðinn).
Frjáls markaður leyfir hverjum sem er að spreyta sig á jöfnum grundvelli. Það er undir stjórnkerfinu komið að halda þeim grundvelli jöfnum. Sé það spillanlegt með fjármagni þarf að breyta því (t.d. með því að stytta leyfðan tíma sem hver má sitja á þingi, sem ég myndi leggja til).
Við erum bara það heppin að vera hérna megin, hitt fólkið eru þrælar okkar græðgi og ofneyslu.
Hverjum er græðgin og ofneyslan að kenna, og hver er lausnin? Ég legg til að hlutir á borð við
microfinance verði notaðir til stuðnings fátækra, sem hefur gefið góða reynslu. Hvað varðar okrun á þeim, þá sýnist mér að vestræn fyrirtæki nýti sér stjórnfarslega óreiðu þar til að misbjóða innfæddum - lýðræði gæti reddað því.
Þetta kerfi, eða semsagt hæð þess, einfaldlega byggist á að einhver sé jafn neðarlega og sá næstneðsti getur troðið honum, osfrv. upp allan stigann.
Ef þú setur kommúnisma fram á sama hátt hljómar hann fínn. Allir eru jafnir og engin þrep til að stíga niður á einhvern af. Engu að síður virkar kommúnismi illa - vegna þess að enginn reynir að komast upp stigann.
En höfum við það betra? Ef valið stendur milli þess að búa hálfsveltandi í pappakassa við lestarteina í úthverfi stórborgar, eða með möguleika á að fá þunglyndislyf, megrunarkúra, meðferð við alkahólisma, visa raðgreiðslur fyrir rándýra draslinu sem ég þarf að kaupa mér til að fylla tómið innra með mér eða til að sýna fólkinu í kringum mig að mér þykir vænt um það, etc.etc, þá er valið svosem augljóst þó það sé ekki laust við að aðstæðurnar séu svolítið absúrd.
Ég lifi ágætu lífi án pappakassa, lestarteina, stórborga, þunglyndislyfja, megrunarkúra, alkóhólisma, VISA skulda, rándýrs drasls eða tóms innra með mér. Ef einhver fellur fyrir öllu þessu er ekki að furða að hann eigi svolítið erfitt með lífið hér. En þú skalt muna að þú getur afneitað þessum hlutum í frjálsum markaði og búið í timburhúsi úti í sveit og ræktað jörðina, etc. Að auki lifirðu á vesturlöndum án mýrarköldu, berkla og sigðkornablóðleysis en með menntun, mat og húsnæði.
Ég held að þú hafir bara ekki prófað það hve ömurlegt er að búa utan frjáls markaðar og lýðræðis til að vita hversu gott þú hefur það. Og ég held að þú leitir að göllum kerfisins á röngum stöðum. Vissulega reyna vestræn fyrirtæki að auka gróða sinn með öllum leiðum, en hverjum er það að kenna ef yfirvöld í Sómalíu leyfa vestrænum fyrirtækjum að henda kjarnorkuúrgangi í sjóinn undan ströndum landsins, sem eyðileggur fiskimið þeirra? Frjálsum markaði? Það sýnist mér ekki. Vestrænum fyrirtækjum? Þau fengu leyfi! (Siðlaust, en það er við því að búast.) Vestræn stjórnvöld? Ef okkur þykir þetta í þeirra verkahring, jú, þá þurfum við að kjósa betur næst. En hvað með sómölsku ‘ríkisstjórnina’? Sómalska stjórnkerfið? Er það ekki svarti sauðurinn?