Umræðan snýst oft út á tvo valmöguleika: samþykkja eða hafna.
En hvernig getur Ríkið haft rétt á því að samþykkja skuld fyrir hönd íslensku þjóðarinnar? Og meira en það, hvernig geta Hollendingar og Bretar krafist þess að Ríkið samþykki skuld fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.
Hafa þeir einhvern rétt á því? Jú, rök þeirra eru í beinum tengslum við jafnréttis hugmyndina. Bretar og Hollendingar vilja meina að ef íslenska ríkið ætlar að ábyrgjast innlánsreikninga íslenskra þegna í íslenskum banka, þá beri þeim að ábyrgjast innlánsreikninga ALLRA viðskiptavina bankans.
Og þetta er vel skiljanlegt. Það finnst flestum rangt að mismuna fólki, sama hvort það er eftir kyni, litarhætti, trú eða þjóðerni.
En fyrst þessi skuld er svona svakalega stór, af hverju hefur þá enginn bent á þriðja valmöguleikann?
Fyrsti var að hafna samningunum, gerast nasisti og tryggja aðeins reikninga sinna eigin þegna og mismuna þannig eftir þjóðerni.
Annar er að samþykkja samningana og varpa gígantískri skuld á herðar íslensku þjóðarinnar.
Þriðji valmöguleikinn er hins vegar á ábyrgjast ekki neitt, hvorki breska, hollenska né íslenska reikninga.
Hvað með að leyfa sparifé íslenskra sparifjáreigenda einfaldlega að fljúga út um gluggann? Hvort ætli tapist meira á því eða að taka á sig skuldir Breta og Hollendinga?
Þar með komumst við hjá því að brjóta jafnréttisregluna og einnig komumst við hjá því að varpa risastórri skuld á hóp fólks sem kemur skuldinni lítið við (fyrir utan að vera sama þjóðernis og skuldin)
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig