Nú verður Zeitgeist myndin sýnd á RÚV í kvöld, Miðvikudag klukkan 23:20. Svo endursýnd á Sunnudaginn klukkan 23:00. Þessi mynd er sýnd að frumkvæði hóps á snjáldrunni. Hópurinn var stofnaður seinasta vetur og skráðu sig allt að 6000 manns í hann. Ef þið viljið fylgjast með framvindu mála þá getiði gengið til liðs við hann. Hann heitir “Áskorun til RÚV um að sýna ”Zeitgeist Addendum“” Þar verður mögulega hægt að fylgjast með framvindu mála.

Þessi mynd er framhald heimildamyndarinnar „Zeitgeist, the movie“ sem olli miklu fjaðrafoki. Hún þykir afhjúpa alvarlega hnökra í ríkjandi peningakerfi heimsins í dag sem virðist frekar ætlað að búa til skuldir en að byggja sanngjarnan heim.

Rætt er við John Perkins sem heimsótti Ísland nýverið og Jacques Fresco stofnanda „The Venus Project“ sem gengur út á að samnýta auðlindir jarðar á sjálfbæran hátt með því að nýta þá tækni sem við búum yfir.

Núna höfum við ungir Íslendingar fengið að vita hvað bíður okkar næstu áratugina. Að strita fyrir kerfi sem hagnast aðeins örfáum og skilur fjölmarga eftir úti í kuldanum.

Ég er ekki til í að strita til að halda stríðsvélinni í gangi, stéttaskiptingunni á lofti eða gangast undir allt það sem heldur blekkingunni á lífi.

Það er kominn tími til að við finnum nýtt kerfi sem virkar fyrir alla. Augu umheimsins eru á okkur. Er það bara Icesave og IMF, ESB? eða hvað sem kemur út úr auðvaldskúnni. Ætlum við að hafna þessum úreltu gildum og gefa öllum heiminum von um að hægt sé að brjótast út úr þessum gömlu múrum?