en að það væri langt því frá algilt að notkun þessara valda ylli alltaf meiri skaða.
Ég get ekki séð að ágóðinn sé meiri en skaðinn í flestum tilvikum.
Hvað í ósköpunum hefurðu fyrir þér í því að verð á ríkisáhrif á verð á lánsfé sé sambærilegt við ríkisáhrif á verð á vörum? Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru bæði verð á hlutum en þetta er bara engan veginn sami hluturinn.
Epli og appelsínur eru heldur ekki sömu hlutirnir. En ef við setjum verðþak á þessa hluti, helduru að það hafi ekki sömu afleiðingar?
Lánsfé, líkt og aðrar vörur, fylgja lögmálum framboðs og eftirspurnar. Það má túlka með línuritum á sama veg og aðrar vörur og framboðskúrva og eftirspurnarkúrva skerast í ákveðnum punkti og mynda markaðsverð (markaðsvexti) rétt eins og allar aðrar vörur og þjónusta.
Þegar ríkið reynir að raska þessu jafnvægi, þá hefur það sömu skaðlegu áhrif og í öllum öðrum tilvikum.
Þú talaðir um ‘mörg’ dæmi. Ég sé ekki að þau séu mörg. Umhverfisskattar og bensínálögur eru hræðilega óhagkvæmleið til þess að reyna að bjarga umhverfinu. Ef sömu fjárupphæðum væri veitt í beinar aðgerðir til þess að bjarga umhverfinu væri ágóðinn mikið meiri.
Varðandi menntun þá er hægt að réttlæta ‘niðurgreiðslu’ á menntun að einhverju leiti, en miðað við áhrif ríkisvaldsins á menntakerfið í dag þá er óvíst hvort það væri hreinlega betra að skera ríkið algjörlega frá menntamálum.
En þau eru ekki í sjálfu sér rök gegn ríkisafskiptum algerlega, heldur aðeins rök gegn gáleysi í slíkum afskiptum.
En þá eru markaðsbrestir nokkuð rök gegn markaðnum í fyrsta lagi?
Ég man ekki eftir mörgum dæmum um markaðsbresti á síðustu árum miðað við gáleysi stjórnvalda. Svo eru stjórnmálamenn auðvitað duglegir við það að sveigja skilgreininguna á því hvað sé ‘fjöldanum fyrir bestu’ og þá er náttúrulega upphaflegi rökstuðingurinn fyrir ríkisafskiptum fokinn út um gluggann (en við verðum að hafa það í huga að þegar við reynum að færa rök fyrir ríkisafskiptum þá erum við óhjákvæmilega að færa rök fyrir ofbeldi. Siðferðislegi þátturinn er sterkur og oft hunsaður)
Ef þú getur fundið land í þeim flokki sem hefur sýnt að það geti viðhaldið efnahagslegum stöðugleika án seðlabanka þá skal ég taka það sem gild rök.
Hvers vegna í andskotanum þarf ég að gera það? Þú veist jafn vel og ég að það eru ekki öll ‘þróuðustu’ lönd í heiminum með seðlabanka heldur nánast því öll. Panama er einsdæmi, ekki bara meðal þróaðra ríkja heldur allra ríkja.
En bentu mér á eðlislægan mun á milli Panama og þeirra ríkja sem þú talar um og þá skal ég viðurkenna að rökstuðningur minn hafi verið ófullnægjandi.
En síðast þegar ég vissi þá býr fólk í Panama, sem stundar viðskipti eins og allir aðrir, notar til þess gjaldmiðil líkt og allir aðrir, þar er fjármagn líkt og alls staðar annars staðar (sama hvort þú kallar fjármagnið ‘skurð’ eða eitthvað annað), svo ég sé enga ástæðu fyrir því að útskýra þetta eitthvað frekar.
Ég skil ekki hvernig þetta brot úr wikipediu sé undirstrikun á máli þínu. Þarna er því greinilega haldið fram að Kreppan mikla hefði aldrei orðið heldur hefði einungis verið um enn eitt hallærið að ræða. Sem sagt að niðursveiflan hefði ekki þurft að vera svona mikil.
Hafa hagsveiflur verið betri eftir stofnun seðlabanka?
Hvaða hagsveiflur ertu að tala um og hvaða seðlabanka?
Þú misskilur, ég er að tala um þann gjaldmiðil sem ríkið hefur gefið lagalegt gildi með því að lýsa því yfir að hann sé gild greiðsla fyrir allar skuldir og ef lántakandi hafi boðið lánveitanda greiðslu í fyrrnefndum gjaldmiðli teljist skuldin greidd.
ég sé ekki að það þurfi nein lög þarna. Þetta er einfaldlega eitthvað sem þeir sem standa að samningnum geta samið um sjálfir. Algjör óþarfi fyrir ríkið að troða sér þarna inn í.
Þannig að þú telur að fólk myndi alveg sætta sig við það að hvaða viðskiptaaðili sem er gæti neitað hvaða gjaldmiðli sem hann vildi og heimtað annan eða jafnvel aðeins ákveðna vöru í staðinn?
Já. Hver á að þvinga mig til þess að taka við ákveðinni vöru í staðinn fyrir aðra? Erum við þá ekki einmitt farin út fyrir eðli viðskipta og kominn inn í eðli ráns?
Einstaklingar eiga sjálfir að velja hvaða gjaldmiðla þeir kjósa að versla með. Þannig munu fyrirtæki sem eru tilbúin að taka við mörgum gjaldmiðlum líklegst vera vinsælli en önnur.
Þau taka þau einnig aukna áhættu, svo ef það vill til að margir þessara gjaldmiðla reynast slæmt fé, þá kemur það sér illa fyrir þá.
Fjölbreytni er oftar en ekki jákvæð, bæði í þróun sem og á markaði.
Þú talaðir um að prenta peninga og hvort það vald væri ekki í höndum þeirra sem eiga viðkomandi banka (hættum að tala um sérstaka ‘seðlabanka’ þegar við tölum á mínum forsendum). Vissulega gætu þeir prentað peninga fyrir sig, en þá myndi það bitna á gjaldmiðlinum og stöðugleika hans. Ríkið hefur einnig misnotað þetta vald svo ég sé ekki hvað vandamálið er.
Svarið er hins vegar að á frjálsum markaði gætum við skipt um gjaldmiðil ef aðili misnotar stöðu sína, en á Íslandi ber okkur lagaleg skilda til þess að nota krónur… heppilegt það.
Svo, ef bankinn festir gjaldmiðil sinn við gull eða silfur þá getur hann augljóslega ekki prentað meiri peninga… Ef hann gerir það væri það fölsun og hann væri þá sóttur til saka.
Varðandi gullið: Verðbólgur sem áttu sér stað í gulli voru tímabundnar aukningar. Ef við lítum á sögu seðlabanka þá erum við ekki að tala um tímabundnar aukningar heldur nánast stöðuga aukningu í fjölda ára.
Dollarinn hefur fallið niður í 3 sent frá stofnun seðlabanka BNA. Hins vegar getur gramm af gulli keypt álíka mikið af vörum núna og þá.
Gull hefur ekki sjálfstætt gildi frekar en pappírspeningur.
Við getum ekki borðað gull, við getum ekki klætt okkur í gull, við getum ekki byggt hús úr gulli. Það er alveg jafn verðlaust og bréfpeningur.
Það sem gerir það verðmætt er að einhver annar treystir því að það sé verðmætt. Ástæða þess er svo að sá sem heldur á kílói af gulli er nokkuð viss um að aukning á gulli er afar ólíkleg. Það getur hins vegar ekki sá sem heldur á peningaseðli og veit af prentvél í næsta húsi.
og enginn peningur var til sem ríkið hafði gefið lagalegt gildi þannig að það var engin trygging fyrir því að gjaldmiðlar án sjálfstæðs gildis yrðu ekki verðlausir á morgun
Nú reiknaru með því að lög frá ríkinu um að ‘eitthvað sé verðmætt’ sé merki um raunverulegt verðmæti.
Það er bara bull. Markaðurinn segir til um raunverulegt verðmæti, ekki lög. Sést frekar vel að menn hafa misst mikla trú á krónunni sama hvað ríkið hefur sagt.
Ég sé ekki að einkaaðilar geti ekki aflað trausts á sínum gjaldmiðlum frekar en ríkið. Þeir gera það líklegast BETUR vegna þess að þeir geta ekki þvingað fólk til að nota sinn gjaldmiðil, og því verða þeir í raun og veru að vinna sér inn traust, í stað þess að skipa fólki að treysta sér.
Varla ferðu að halda því fram að Evran, Dollarinn eða Pundið séu óstöðugir gjaldmiðlar?
Jú. Okkar er bara óstöðugri svo við sjáum sjaldnast sveiflurnar í hinum gjaldmiðlunum.
En verðgildi dollars hefur hríðfallið síðustu 30 ár svo ég sé ekki að hann sé stöðugur. Sama á við um alla fíat-gjaldmiðla.
eða að einkaútgefinn gjaldmiðill myndi nokkurntímann ná þeim stöðugleika sem þessir gjaldmiðlar hafa í dag…
Jú, ég get vel haldið því fram.
Ef einkabanki ákveður að binda peningana sína við gull… þá má strax halda því fram að peningurinn hans sé orðinn stöðugri en margir gjaldmiðlar í dag.
Varðandi síðasta hlutann:
Og hvað ætlaru að halda því áfram lengi?
Seðlabankinn í sjálfu sér er ekki eini skaðvaldurinn. Einnig er mikilvægt að líta til bankakerfisins og hvernig það
starfar.
Á frjálsum markaði gæti sprenging peningabólunnar sem bankarnir blása upp, virkilega bitnað á þeim, rétt eins og hún gerir í dag, en hún þarf ekki að bitna á öllum.
Einnig myndi frjáls markaður auka fjölbreytni í bankastarfsemi, þar sem okkur mun takast að þróa betri leiðir í bankastarfsemi. Sumir bankar munu t.d. ekki greiða vexti heldur einfaldlega rukka viðskiptavini fyrir það að geyma peningana þeirra. Kannski er það betra fyrirkomulag, hver veit (þó það sé nær ómögulegt undir núverandi peningastefnu og áherslum á verðbólgu).
En ég sé ekki að það sé réttlætanlegt að taka pening af fólkinu í landinu og láta óábyrga bankamenn fá þá, til þess að bjarga þeim. Ef áhrif á aðra einstaklinga í samfélaginu eru virkilega rökin þín fyrir því að láta illarekin fyrirtæki fá stórar fjárupphæðir, af hverju látum við þá ekki bara fólkið í landinu fá þessa peninga í fyrsta lagi?