Jamm, það væri ekki verra að miða við landsframleiðslu. Landsframleiðsla Íslands nam árið 2008 annað hvort 11,5-12,5 eða 16,5-19,0 Gígadollurum (fyrra gildið er leiðrétt fyrir kaupmátt). Landsframleiðsla BNA nam um 14,2 Teradollurum á sama tíma. (Sbr.
lista IMF, IBRD & CIA.) Skuldir þjóðanna samkvæmt ofarnefndum lista nema 3,257 Gígadollurum í tilfelli Íslands og 568,8 Gígadollurum í tilfelli BNA. Ef við segjum að landsframleiðsla Íslands nemi ~15G$ og BNA 14T$ tæki afborgunin tvo mánuði og átján daga fyrir Ísland og rúm þrjú ár fyrir BNA.
Svo má bæta við að þessi skuldagildi fyrir þjóðirnar eru löngu útrunnin. Samkvæmt
skuldaklukkuni úti eru skuldir BNA nú 11 trilljón dollarar, og ég er viss um að við séum komin vel yfir (eða munum fara vel yfir) þá ~400 milljarða króna sem hér eru taldir.