1. Og rökin eru þau, að fyrst samkeppnisaðstæður henta ávallt betur en ríkiseinokun, þá hljóti það sama að gilda fyrir samgöngur og heilbrigðisþjónustu.
Ég sé enga ástæða til þess að draga línu þarna, er eðlismunur á þessu og öðru?
Eða er þetta einfaldlega búið að vera í höndum ríksins það lengi að fólki finnst það sjálfsagt?
Mig grunar það
2. Ég sagði aldrei að þetta væri mesta drasl í heimi. ég sagði að þjónustan væri of dýr miðað við hve gæðin eru lág.
Þetta einkennir einokun, sama hvort hún er ríkisrekin eða í höndum einkaaðila
http://en.wikipedia.org/wiki/Monopoly_profit3. Það að eitthvað standi í eðlisfræðibók þýðir heldur ekki að það sé skothelt. En ef þú ætlar að efast um eitthvað þá verðuru að gera aðeins meira en einfaldlega að segja: ‘en þetta gæti verið rangt!’
4. Auðvitað er hún misslæm. Það er stigsmunur á kreppunum, en ekki eðlismunur. Í eðli sínu eru þær allar keimlíkar, bera sömu einkenni neyslubrjálæðis, þenslu á húsnæðismörkuðum og lélegum langtíma fjárfestingum.
Í raun allt sem einkennir offramboð á lánsfé. Þetta lánsfé var í raun ekki til, heldur var það prentað af seðlabönkunum í BNA, ESB og JPN.
5.
Hvað er það sem gerir einkaaðila hæfari en ríkið til að gefa út peninga og stjórna vöxtunum á þeim?
Það sama og gerir rekstur einkaaðila ávallt betri en ríkiseinokun. Samkeppni.
Ríkið þarf ekki að þjónusta viðskipti sína, vegna þess að það á aldrei á hættu að missa þá.
Ef þú ert óánægður með þjónustu einkaaðila, þá færiru viðskipti þín annað og þar með glatar einkaaðilinn tekjum.
Það er samkeppnin, það er valfrelsið sem gerir gæfumuninn.
Hvort er líklegra að þú finnir besta bílinn til þess að keyra kringum landið, ef ríkið gefur út einn bíl, sem er eini bílinn í boði og þú neyðist til þess að keyra hann,
Eða, ef þú prófar 10-15 mismunandi bíla, berð þá saman og velur þann sem þér líst best á, og ef hann missir álit þitt þá seluru hann fyrir annan?
samkeppnin og hinn frjálsi markaður leiðir til meiri fjölbreytni og stuðlar í raun að þróun.
Ég er ekki að segja að ég viti bestu peningamálastefnuna, langt því frá. Þær eru til nokkrar.
En á markaði þá tel ég að besta peningamálastefnan myndi lifa af.
Sá aðili sem gæti haldið aftur af verðbólgu peninganna sinna, og tryggt verðgildi þeirra.
6. Gullfóturinn er ekki ríkiseinokun. Ríkið getur verið með einokun og notað gullfót, en gullfóturinn kemur einokun ekkert við í sjálfu sér.
Gullfótur þýðir bara að ákveðið magn af seðlum samsvarar ákveðnu magni af gulli og því sveiflast gengið með gengi gullsins.
Liberty dollarinn er t.d. á silfurfæti.
7.
og má kannski ekki læra af mistökum þessarrar kreppu og gera betur næst?
Enn er sama kerfi og frá því kreppan mikla varð.
Mundu að þetta fólk sem lítur á sig sem æðri verur en okkur hin, er fólk rétt eins og við. Með sínar hugmyndir og ranghugmyndir rétt eins og við.
8. Ég hef aldrei flokkað mig sem sjálfstæðismann né tala ég máli þess flokks. Ég myndi ekki segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fellt Ísland með markaðsvæðingu, þeir felldu Ísland með því að markaðsvæða ekki nóg…