<a href = http://europe.cnn.com/2002/US/02/26/gallup.muslims/index.html> http://europe.cnn.com/2002/US/02/26/gallup.muslims/index.html </a>

Samkvæmt þessarri könnun hafa 53% múslima neikvætt viðhorf gagnvart BNA, 15% svarenda sögðu árásirnar á WTC hafi verið “siðferðislega verjandi/réttlætanlegar”.

En það eru ófáir hnökrar á þessarri könnun.

1. Það var farið til níu landa: Pakistan, Íran, Indónesíu, Tyrklands, Líbanon, Marokkó, Kúvæt, Jórdaníu og Sádi-Arabíu. En það er aðeins í kringum helmingur múslima heimsins í þessum löndum.

2. Allt í allt var talað við 9,924 íbúa. Aðeins í Pakistan eru 142 milljónir. Í Íran eru 65 milljónir, í Indónesíu eru 225 milljónir. Og svo framvegis. Að ætla nokkur hundruð milljónum einhverja skoðun útfrá ógurlegum minnihluta þykir mér stórfurðulegt. Svo er líka alveg einstaklega auðvelt að fá út nokkurn vegin þá skoðun sem að maður kærir sig um. Hér á Íslandi væri t.d. hægur leikur að fá nokkuð neikvæða mynd af BNA ef maður velur rétta hópinn, t.d. næst þegar nokkrar hræður taka sig saman og mótmæla fyrir utan bandaríska sendiráðið (og það er alveg hægt að velja fólk af handahófi þar líka). Mér sýnist að svona þrjátíu til fjörutíu manns ætti alveg að nægja, svona hlutfallslega séð, miðað við fjölda spurðra.

3. “Not every question was asked in every nation.” Segir þetta ekki það sem segja þarf?

Merkilegt að jafnstór fréttastofa og CNN skuli láta svonalagað frá sér.<br><br>Þorsteinn.