Hann flytur verksmiðjuna úr landi þar sem kostnaður við öryggismál og mengunarvarnir eru miklar, yfir í land þar sem þær eru óþarfar.
Hann flytur úr landi þar sem fólk finnst það ekki virði að vinna í þessu umhverfi yfir í land þar sem fólki finnast það þess virði að vinna í óöruggu umhverfi.
Hvað helduru að það sé langt síðan vinnuumhverfi á vesturlöndum var jafn óöruggt og óhollt? Þú þarft ekki að fara mörg ár aftur í tímann. Það er ekki sjálfsagt að lífsgæði sem við höfum unnið okkur inn gildi alls staðar í heiminum.
Hvað hafa margir sjóarar farist í kringum Ísland? Ætti að banna mönnum að fara á sjó vegna þess að þeir eru að taka of mikla áhættu með eigin líf?
(Það er reyndar naívt að búast við slíkum valmöguleika, verkalýðsfélög eru ekki leyfð í mörgum þeim löndum sem verið er að flytja starfsemina).
Ertu þá ekki að viðurkenna að vandamálið sé ekki frjálsi markaðurinn heldur ríkisstefnan í viðkomandi löndum sem bannar verkalýðsfélög?
Verkamennirnir geta í raun samt ekki valið að hunsa starfstilboðið. Í landinu er jú atvinnuleysi.
Þeir sjálfir líta sem sagt svo á að þeir séu betur staddir við að vinna þessa vinnu en án hennar. Þeir fá greitt, fyrirtækið skilar hagnaði til hluthafa og við fáum íþróttaskó. Allir vinna.
Það gæti vel verið að miklar náttúruauðlindir séu í landinu, en það vill svo til að þó forfeður verkamannana hafi átt allt landsvæðið er það nú í eigu stórfyrirtæki og einungis brot af íbúunum þarf til að reka námurnar.
Samkvæmt þessum rökum ætti ástandið á Íslandi að vera alveg jafn slæmt. Kvótinn er í eigu kvótakónga og aðeins brot af þjóðinni þarf til þess að vinna á sjó.
Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna getur forstjórinn ekki boðið verkamönnunum góð vinnuskilyrði og mannsæmandi laun?
Hver ert þú til þess að dæma um það hvað séu mannsæmandi laun og hvað ekki? Ef hann er að fá meiri pening en flestir aðrir í landinu… er hann þá ekki með helvíti góð laun ef maður ber líkt saman við líkt?
Og segjum sem svo að hann ákveði að tvöfalda launin hans, sem er líklegast eitthvað sem þú værir hrifinn af.
Af hverju ætti hann að borga einum manni, sem er 100kr virði, 200kr þegar hann gæti alveg eins borgað tveimur mönnum sitt hvorar 100 krónurnar?
Þá ertu óhjákvæmilega að spyrja hvers vegna fyrirtækið er ekki að stunda góðgerðastarfsemi, og svarið er: Vegna þess að þetta er fyrirtæki. Það er í rekstri, þetta er ekki góðgerðafélag.
Þá ertu líka óhjákvæmilega að spyrja hvers vegna þeir gefa ekki öllum í landinu pening, og þá ertu einnig óhjákvæmilega að spyrja sjálfan þig af því hvers vegna í ósköpunum þú ert ekki búinn að deila öllum þínum auð. (veistu hvað tölvan sem þú ert að nota þér núna gæti brauðfætt marga?)
Svo áður en þú gagnrýnir aðra fyrir að gefa ekki eigur sínar, spyrðu þá sjálfan þig hvers vegna þú gerir það ekki.
Ef hluthafar vilja stunda góðgerðastarfsemi þá er það þeirra val (og margir gera það) en það er engin ástæða til þess að halda að fyrirtæki stundi sjálfkrafa góðgerðastarfsemi.
Mikil sóun á sér stað en hún skilar sér ekki í því að þær vörur sem seljast ekki fari til þeirra sem eru atvinnulausir í þessu kerfi. Frekar er því fargað.
Menn reyna nú að lækka verð á vörum og selja sem flestar til þess að lágmarka tapið. Ef það er ekki gert er það oftast fyrir hömlur ríkisvaldsins, eins og þegar bannað er að selja matvöru eftir ákveðna dagsetningu.
En við verðum samt að muna að þessar vörur hefðu aldrei orðið til í fyrsta lagi ef ekki væri fyrir núverandi kerfi.
En það er ekki samkeppnin, heldur krafan um hámarksarðsemi.
Sem er samkeppni um hluthafa.
Annars er fáránlegt að segja að eigendur fyrirtækja vinni ekki. Vissulega eru hluthafar ekki í eiginlegri vinnu, heldur eru þeir að hætta eigin fjármunum í von um ágóða.
Ég hef þó þekkt nokkra fyrirtækjaeigendur og ég skal segja þér að þeir gerðu allt annað en að sitja á rassgatinu og horfa út í loftið.
Svo er þetta ekki spurning um hver vinnur mest af líkamlegri vinnu heldur hver sé mikilvægasti þátturinn. Hverjum er hægt að skipta sem hæglegast út fyrir annan.