Það er magnað hvað skoðanir margra stjórnast af hatri og reiði ganvart málsaðila í umræðum um Icesave, ríkistjórnina, evruna, ESB og pólitík yfir höfuð á íslandi.
Það skiptir ekki máli hvað sagt eða hversu rock solid rökin eru. Ef það kemur frá vitlausum flokksmanni eða god forbid manni eins og Davíð Oddsyni þá er ekki hlustað á það og ríkulega bent á mistök og heimsku aðilans.
http://eyjan.is/blog/2009/07/04/david-oddsson-kennir-nuverandi-stjornvoldum-um-otrulegt-kludur-og-segir-thau-stefna-islandi-i-fataekt/
Rennið bara yfir commentin sem fólk skrifar þarna inn. Þetta er líka svona á moggablogginu og eiginlega alls staðar þar sem ég heyri/sé að verið er að ræða pólitík.
Þetta er líka svona á alþingi þar sem góð hugmynd er hunsuð eða rökkuð niður aðeins vegna þess að hún kom úr stjórnarandstöðunni.
Í nánast hvert einasta skipti sem ríkisstjórnin er sökuð um að standa sig hræðilega, sem að mínu mati er fullkomlega rétt, bendir hún á þá staðreynd að fyrri ríkisstjórn hafi staðið sig hræðilega í að sporna við núverandi aðstæðum.
Vegna þess að síðasti þjálfari stóð sig hræðinlega og kom liðinu í fallsæti, þá er allt í lagi að ég standi mig ekki betur
líkar ekki öllum við íþróttaviðlíkingar?
hér er skínandi gott dæmi http://visir.is/article/20090704/FRETTIR01/663094975/-1
Það er allt í lagi þótt við séum að stórskaða hagsmuni íslands, Davíð gerði það líka :)
Mér hefur aldrei líkað við Davíð Oddsson og ýmsa stjórnarhætti hans. Það kemur hinsvegar ekki í veg fyrir að ég er fullkomlega sammála honum þegar kemur að skuldarábyrgð okkar gagnvart Icesave.
Það lítur út fyrir að Íslendingar séu ekki nógu þroskaðir til að leggja flokkapólitík og persónuhatur til hliðar og vinna saman að því að redda málunum, ríkisstjórnin þorir eða vill ekki kanna rétt sinn ganvart Icesave og með hverjum deginum hljómar sú hugmynd -að klára háskólanámið sem ég byrja á í haust og flytja síðan til útlanda- betur.