Hvað gefur einhverjum rétt til að taka einstakling (eða hóp af einstaklingum) af lífi? Í okkar vestrænaheimi (að undanskyldum Bandaríknum, og þá ekki öllum fylkjunum) telst það til almennra og sjálfsagðra mannréttinda að vera ekki tekinn af lífi.
Það getur jú verið að einhver geðsjúkur fjöldamorðingi sem nauðgar öllu sem hann kemur nálægt. En er rétt að drepa hann af því að hann er veikur? Til dæmis í Bandaríkjunum er stór hluti þeirra sem eru dæmdir til dauða og teknir af lífi þroskaheftir. Svo eru að koma upp mál núna (var í fréttunum síðasta árið) þar sem komist hefur verið að því að einstaklingar hafi verið dæmidir saklausir til dauða. Það kemur bara oft fyrir að saklaust fólk lendir í fangelsi, td. ef þú sást sannsögulegu myndina Hurricane sem sýnd var um síðustu helgi á Stöð 2, ef ég man rétt. Hann var dæmdur fyrir hrottalegan glæp, fékk þrefalt lífstíðarfangelsi og hefði sennilega verði dæmdur til dauða í öðru fylki, td. Texas.
Aðeins nærtækara dæmi, nú var framið frekar hrottalegt morð fyrir nokkrum dögum. Innbrotsþjófur í fíkniefna vímu sem hefði kannski ekki framið morð ef hann væri ‘edrú’. Á að dæma hann til dauða?
Ef það er ekki hægt að endurhæfa afbrotamenn, á að loka þá inni eða koma þeim fyrir þar sem þeir skaða ekki aðra. Því miður er bara mest lítið um úrræði fyrir svoleiðis fólk. Ef afbrotamenn eru geðveikir eða þroskaheftir á að koma þeim fyrir á þar til gerðum stofnunum, sem er reyndar frekar lítið um hér á landi.
Og fyrir utan þetta allt með siðferði og mannréttindi, þá finnst mér það bara miklu meiri refsing að sitja lokaður inn í klefa í 100 ár og hugsa um afleiðingar gjörða sinna heldur en að vera tekinn af lífi.<br><br>Ziaf, er hin versti <a href="
http://www.hugi.is/deiglan/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=437609&iBoardID=144">hálfviti</a