Gat nú verið. Ég gusaði fljótfærnislega einhverju út úr mér og skrifaði það út frá textanum sem ég var að svara en þegar ég lít á þetta án upphaflega textans virðist ég arfavitlaus. Ég þakka þó skemmtilegan lestur.
Hvenær áttum við okkur á því að það er ekki til neitt fullkomið stjórnarfyrirkomulag og reynum bara að gera það besta úr því sem við höfum í staðin fyrir að koma með róttækar breytingar sem snúa öllu á hvolf og enda í sama farinu ef ekki verra fyrirkomulagi? Að gera það besta úr því sem við höfum er gegn eðli okkar, við getum ekki bara sest niður og hugsað. “Jæja, fyrst við höfum þessi þrjú epli hérna þá er bara eins gott að gera sem best úr því og deyja síðan.” Það sem ég er að reyna að segja er að fólk mun stanslaust og hefur ávallt barist fyrir því að hlutirnir verði betri fyrir sjálfan sig og fólkið sem er þeim næst, að sætta okkur við núverandi ástand er ekki ásættanlegt, og fordæming á róttækum breytingum er engan vegin réttlætanleg… Flestar róttækar breytingar í mannkynnssögunni hafa verið til hins betra. Til dæmis franska byltingin, hefði sú róttæka breyting ekki átt sér stað og allir hefðu bara setið fastast og ákveðið “hey gerum sem best úr þessu bara…” væru líklegast verulega fatlaðir kóngar ráðandi öllu í Evrópu sökum sifjaspells :)
Það er eflaust verðugt umfjöllunarefni fyrir heimspekinga hvort eðli okkar sé að sækjast eftir því besta sem til er eða því besta sem völ er á. Það er vart að ég treysti mér út í þá umræðu, hvað þá sem 1/9 af umræðu um allt annað málefni. Þú verður því að afsaka svarleysi mitt í þessu tilviki.
Hins vegar er ég nokkuð ósammála staðhæfingu þinni um að flestar róttækar breytingar í mannkynssögunni hafi verið til hins betra, svona að nafninu til í öllu falli. Það fer eftir því hvernig við skilgreinum orðið flest í setningunni, hversu lengi við ætlum að elta orsakasambandið og ekki síst hvernig við skilgreinum orðin rótækt og breyting. Hins vegar er allt morandi í róttækum breytingum sem ég tel að hafi verið til hins verra. Þar má t.d. nefna breytinguna er heimurinn fór úr nokkuð friðsælu ástandi yfir í fyrri heimsstyrjöld sem kostaði jú margan manninn lífið. Sú róttæka breyting leiddi af sér aðra róttæka breytingu, þá að nasistaflokkur Hitlers komst til valda í Þýskalandi. Þá olli sú róttæka breyting því að sú róttæka breyting varð að heimurinn fór aftur úr nokkuð friðsælu ástandi yfir í heimsstyrjöld – þá síðari.
Svona mætti lengi telja. Vissulega eru margar jákvæðar breytingar afleiður af fyrrgreindum róttækum breytingum, t.d. margar uppfinningar á sviði læknisfræði sem hljóta að telja róttækar breytingar. Allt í allt tel ég óábyrgt að hylla róttækum breytingum á þeim forsendum að þær hafi flestar verið til hins betra. Þú ert að kafa of djúpt í orsakasambönd til að hafa vissu um nokkurn skapaðan hlut og næg eru dæmin um róttækar breytingar sem ekki reyndust mönnum farsælar.
Hvað hefurðu í staðin? Af hverju er það eitthvað betra? Þetta notaðir þú sem rök gegn hans spurningu, en ég hinsvegar þigg að líta á þetta sem rök með honum. Því þetta eru þær tvær spurningar sem allir eiga að vera spurja sig núna varðandi viðskiptafyrirkomulagið. (Að mínu mati.)
Það var ekki meining mín að nota þessar spurningar sem rök. Þær eru það sem þær eru; spurningar. Ef að hann hefði á takteinunum eitthvað viðskiptafyrirkomulag sem hann gæti rökstutt að væri betra en það sem við búum við væri ég til í að skoða það.
Hins vegar er það skoðun mín, byggð á þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér um mismunandi viðskiptafyrirkomulög og efnahagskerfi, að þau kerfi sem við notum í dag séu með því betra sem völ er á þó enn eigi eftir að strauja út nokkra gríðarstóra vankanta. Meginstefnan er þó rétt.
Hvenær áttar fólk sig á því að forstjórarnir eru ekkert himneskt lögmál. Puðaðu og gerðstu forstjóri. Stofnaðu fyrirtæki. Eða nennirðu kannski ekki að hafa fyrir þessu? Viltu bara fá allt upp í hendurnar? Hvenær áttar fólk sig á því að það er munur á forstjóranum sem á bifreiðarverskstæðið á horninu og svo forstjóranum sem á bankann sem lánaði honum fyrir því að geta opnað verkstæðið. Það getur hver sem er orðið forstjóri, rétt. En þú leist framhjá því sem hann var raunverulega að tala um, þessi valdastrúktur sem óumbeðið ræður yfir okkur í gegnum peningastefnuna, ég er ekki með samsæris mambó djambó. Skal orða þetta svona eins og Tuco hér forðum “If you work for living, why do you kill yourself working.” Hvernig erum við í alvörunni frjáls ? Rimlarnir eru einfaldlega gjaldeyrir.
Þú virðist ekki hafa skilið merkinguna á bakvið það sem ég skrifaði (ég leyfi þér að njóta vafans og stimpla það alfarið á það að ég hafi ekki verið nægilega skýr).
Mín meining var eftirfarandi: Ef að fólk er á móti núverandi fyrirkomulagi þá er sjálfsagt að það stofni rekstur eða fyrirtæki með öðru fyrirkomulagi. Ef það fyrirkomulag er betra en það sem gengur og gerist hlýtur fyrirtækið að vaxa, starfsfólkið að keppast um það að fá vinnu og fyrirkomulagið er tekið upp víðar.
Það er viðkvæmt jafnvægi sem þarf í núverandi kerfi en það er ekki síst launþegunum að kenna. Margir hverjir eru hörkuduglegir og vinna samviskusamlega öll sín verk, sumir eru meðalstarfsmenn en aðrir reyna eftir mesta megni að komast upp með að gera jafn lítið og þeir geta. Vegna þeirra síðastnefndu tel ég óframkvæmanlegt og ekki síður ósanngjarnt að afnema allan valdastrúktúr í kerfinu. Ef allir væru jafnir gæti í raun enginn vaktað þá síðastnefndu; jú eða bara staðið upp og sagt þeim að hunskast til að vinna sína vinnu vegna þess að þeir hefðu vart umboð til þess.
Þá því síðastnefnda. Frelsinu. Hvað er frelsið? Ef þú telur frelsið vera það að geta að fullu ráðstafað eigin tíma eftir löngunum og þörfum síns sjálfs tel ég þig vera á villigötum. Fólk hefur alltaf þurft að hafa í sig og á.
Í raun og veru hefur frelsið aldrei verið jafn mikið. Í denn þurftu menn á Íslandi bara að gerast bændur eða sjómenn eða deyja ella úr sulti. Nú getur maður valið um starf sem hentar manni, samræmist áhugamálum og veitir jafnvel lífsfyllingu. Það kalla ég frelsi.
Þó það sé til nægur matur þýðir það ekki að hann sé á réttum stöðum. Það kostar að flytja mat. Og finnst þér það rétt hugsun ? “Þetta fólk þarna á þessum stað skal svelta því það kostar of mikið að færa því mat.” Ég ætla að gefa mér það að þú hugsir auðvitað ekki þannig, fyrirgefðu ég skal umorða þetta. Það er augljóst að þú hugsar þannig, þú sagðir það, en ég vil trúa að þér finnist það ekki vera siðlegt að neita einhverjum um mat, en það er nákvæmlega það sem við erum öll að gera! Já, OK. Ég get trútt um talað, afhverju fer ég ekki sjálfur með matinn minn til Afríku. Ég get það ekki, því eins og þú segir þá kostar það of mikið. Er þá ekki raunverulega spurningin. Afhverju í ósköpunum eru þessir ósýnilegu veggir milli matarins og svo fólksins sem vantar matinn. Afhverju er ekki séð til þess, þá meina ég í alvöru séð til þess að allir fái almennilega að éta. Er eitthvað eðlilegt við það að offita og hungur er á sama tíma vandamál?
Þú ert að gera mér upp skoðanir. Ég er ekki að predika það að það eigi að svelta vegna þess að það kosti; ég er bara að benda á staðreyndir.
Spurningunni af hverju það sé ekki séð til þess að allir fái almennilega að éta hef ég núþegar svarað. Vegna þess að það kostar. Auðvitað finnst mér sárt að hugsa til þess að fólk svelti en á hverjum á þessi kostnaður að lenda? Mér finnst ekki réttlætanlegt að benda á aðila X og skipa honum að útvega fæðu fyrir alla sem svelta. Þetta er fyrst og fremst eitthvað sem menn þurfa að ákveða fyrir sjálfa sig; mér finnst það óréttlátt að Jón Jónsson vinni 40 tíma á viku til þess eins að helmingur tekna hans fari í að fæða einstaklinga sem búa í annarri heimsálfu.
Mér finnst það eðlilegt að offita og hungur sé vandamál á sama tíma. Það hefur alltaf verið hungur og lengi offita. Þetta hljómar vissulega mjög illa, að þessir tveir öfgar séu til á sama tíma vegna þess að þegar þessu er stillt svona upp lítur út fyrir að þetta sé einfalt vandamál; að taka matinn frá þeim offeitu og gefa þeim sem svelta. Svo einfalt er það bara ekki. Þetta eru ekki tveir einstaklingar sem búa hlið við hlið í götunni sinni og geta deilt matnum sín á milli.
Mjög góð spurning. Hvernig hefði það nú verið ef fólk hefði drullast til að lifa ekki um efni fram og vera svotil skuldlaust þegar bankahrunið skall á í staðin fyrir að burðast með mörg lán og kenna svo öðrum um hvernig fór fyrir því?Ekki gera þér þetta, ekki leyfa þér að alhæfa svona og einfalda. Jú, það er satt. Sumir, get jafnvel sagt margir fóru offari þegar kom að lánatökum og eyðslu. En hverju mátti búast við, hver einasti fjölmiðill mælti með því, Forsetinn sjálfur mælti nánast með því og ekki voru bankarnir að hjálpa með því að segja fólki að passa sig aðeins, þó sú ábyrgð liggji á þeim, það er hægt að segja að ábyrgðin sé lántakanna… En það er einfaldlega ekki svo einfalt. Ég meina þjóðin var gjörsamlega heilaþvegin í að halda það að 100% íbúðarlán væri í lagi (Y) Yippidei… Meina líttu í kringum þig, getur í heiðarleika sagt að hver einasti sem á núna í geiðsluerfiðleikum vegna þessa tímabils sé óábyrgur?
Leyfðu mér svo að útskýra eitt fyrir þér, það sem er mest að hrella lánþega núna er í raun ekki sú ástæða að það hafi allir farið offari og keypt sér tonn af bílum og íbúðum. Heldur það sem er að sliga alla er blessuð verðtryggingin, og hvað er ríkisstjórnin að gera þessa dagana ? Hún virðist vera að ýta undir það viljandi að verðbólga aukist, með því að hækka skatta á helstu neysluvörur, sem verður til þess að lánin hækka úr öllu valdi.
Nei, ég get ekki í heiðarleika sagt að hver einasti sem eigi nú í greiðsluerfiðleikum vegna þessa tímabils sé óábyrgur. Hins vegar get ég fullyrt það að hver einasti sé ábyrgur.
Í huga mínum er langt í frá að ég skelli allri skuldinni á almenning. Hins vegar finnst mér bara svo fyrirlitlegt þegar fjölskylda með 2 bíla (ef ekki fleiri) og fínt hús skellir skuldinni alfarið á aðra að ég hef tilhneigingu til að blása upp ábyrgð almennings í skrifum mínum. Mér finnst persónulega bara rangt að fólk hafi verið „gjörsamlega heilaþvegið“; og ef svo er finnst mér það vera sök fólksins að láta heilaþvo sig í stað þess að taka sjálft ákvörðun, þetta er nú eitthvað sem skiptir máli.
Ástandið sem myndaðist síðasta haust er svo fáránlegt að það er eðlilegt að jafnvel varkárnustu menn hafi tapað þónokkru. Hins vegar segir það sig sjálft að ábyrgðin er ekki einhliða. It takes two to tango.
Ekki gleyma því að verðtryggingin skiptir engu máli ef að maður skuldar ekki neitt. Ekki nema maður sé með verðtryggðan bankareikning sem þá hækkar við fall krónu. Auðvitað er þetta samspil þess að fólk tók lán fyrir hálfri búslóðinni og þess að lánin stórhækkuðu við verðtryggingu. Annars er ég fullkomlega sammála þér um skaðsemi ríkisstjórnarinnar; eitthvað sem ég vona að kjósendur átti sig á við næstu Alþingiskosningar.
Eitt að lokum; þú virðist ekki áfellast lánþega fyrir það að „fara offari og kaupa sér tonn af bílum og íbúðum.“ Hvernig geturðu tekið þá afstöðu þegar þú varst að skammast yfir matarskorti sveltandi hluta mannkyns nokkrum málsgreinum áður. Ættir þú ekki að fordæma slíkt lúxuslíf því að það kostar jú pening og þann pening mætti nýta til að fæða litlu börnin í Afríku?
Það breytir bara víst heilmiklu. Við erum með ennþá verri stjórn núna. :-D Hehe, hvort hún sé verri, fyrir mér er hún alveg jafn slæm, en þó er ljóst að mörg vandamál sem hún er að eiga við er fyrri ríkisstjórn að kenna.
Vissulega þarf núverandi ríkisstjórn að kljást við slatta af vandamálum sem fyrri ríkisstjórn skildi eftir sig. Þó er tvennt sem ekki má gleyma:
*Helmingur fyrri ríkisstjórnar situr í núverandi ríkisstjórn.
*Núverandi ríkisstjórn er ábyrg fyrir eigin gjörðum. Hún hefur ekki algera stjórn á því á hvaða málum hún þarf að taka á en hún hefur 100% stjórn á því
hvernig hún tekur á málunum. Mér er skítsama um það hvaða mál núverandi ríkisstjórn fjallar; en mér stendur ekki á sama um það hvernig hún vinnur úr þeim málum sem hún tekur sér fyrir hendur.
Neibb. Þín skoðun. Það eru samt sterk merki um það að það kerfi sem við lifum við núna, sé ekki það kerfi sem hentar samfélaginu. Tildæmis finnst mér það ekki virka því persónulega finnst mér við hugsa of mikið um okkur og þá sem eru næst okkur í staðinn fyrir að hugsa um heiminn í heild, en það er bara mín skoðun. ;)
Það er náttúrulega stærsti gallinn við þetta. Þetta snýst allt um skoðun hvers og eins og skoðanirnar eru jafn fjölbreyttar og við erum öll mismunandi.
Ég er langt í frá á þeirri skoðun að við lifum í fullkominni samfélagsgerð. Svar mitt var einmitt það, svar. Noproblem tók afdráttarlausa afstöðu gegn kerfinu svo ég tók nokkuð afdráttarlausa afstöðu með kerfinu vegna þess að mér virtist af innleggi Noproblems að hann væri líklegur til að leita í öfuga átt við mig hvað varðaði betrumbætur á kerfinu. Frekar að vera í meðallagi en að sökkva niður í forina. :-)
Hefur eflaust komið fyrir. Hah, engin nákvæm tímasetning á róttækum breytingum, engin ákveðin formúla. En ætli það byrji ekki alltaf á umræðu, og við getum verið sammála um að umræðan er að stigmagnast? ;)
Tja. Eftir því hvernig við skilgreinum orðsambandið breytingar í mannkynssögunni væri jafnvel hægt að fullyrða að þær eigi sér stað á hverju augnabliki.
Mér finnst bara allt svona visionary-tal sem er með öllu innihaldslaust og að öllu umræðunni óviðkomandi vera óþarfi. Eitthvað svona múgæsingskjaftæði sem bætir ekki nokkurn skapaðan hlut.
Að fordæma þá sem vilja neyða mig til að samþyggja illa ígrundaðar breytingar sem breyta mínu lífi og þess sjálfs til hins verra vegna þess að þeim vantar lífsfyllingu eða áhugamál.Þú ert semsagt búinn að sjá upplýsingar um nýtt skipulag? ;) Ekki fordæma.
Ég túlkaði orðið bylting sem „bylting eins og Noproblem vill“ og svo giskaði ég á það hvað hann vildi. Mér þótti það ekki fýsilegt og svaraði út frá því.
Hvað er annars til marks um það að það verði nokkur bylting? Hversu mikil breyting þarf að vera til að við getum kallað það byltingu? Mín skoðun er sú að við eigum að greina svona hluti eftir á; gera okkar besta frá degi til dags og færa samfélagið smám saman til hins betra. Það eru ekki til neinar byltingarkenndar töfralausnir.
Ég hljóma eflaust eins og ég sé gjörsamlega á móti núverandi ástandi. Það er alls ekki, persónulega skiptir það mig litlu máli þó það verði breytingar eða ekki. Kannski er það vandinn? …
Af hverju er það vandi? Er það ekki einmitt hitt, alveg hreint frábært? Þá virðist þú lifa nægilega góðu lífi í núverandi kerfi að það sé ásættanlegt. Miðað við margt annað hlýtur það að teljast bara alveg helvíti gott.