Hann tók ekki “áhættu” með því að taka gylliboðunum sem honum buðust, hefurðu hugmynd um hversu vel þetta hefur hljómað úr munni bankamanna?
skiptir ekki máli, hann tók áhættu. Auðvitað reyna bankamenn að selja þér tilboðin sín, það þarf ekki stúdentspróf til þess að átta sig á því.
Maðurinn í bílasölunni gerir líka allt til að reyna að selja þér bílinn, er það þá honum að kenna þegar maður er ósáttur með valið?
Hann ákvað sjálfur, að fá lánað í erlendum gjaldmiðli. Hann vissi ekki að krónan myndi hrynja, bankinn vissi það ekki heldur!
Ef bankinn hefði séð fyrir hrun krónunnar, helduru að þeir hefðu þá boðið þessa samninga? ALDREI! Helduru að fyrrum hlutafjáreigendur bankanna séu sáttir með það hvernig fór? Helduru að þeir hafi grætt á hruninu?
Þetta fólk er allt meira og minna farið á hausinn.
Já, allir sem nota orðið “svo” eru að gefa upp samsæriskenningar!
Það sagði ég aldrei, þú ættir að lesa samtalið aftur.
Það er greinilegt út frá orðnotkun þinni að þetta hafa hreinlega verið ætlunin hjá bankanum, sem ég sé ekki að geti staðist nánari athugun (en fólk í þunglyndi og brjálæðiskasti athugar aldrei ‘nánar’, sem útskýrir líklegast öfgakennd viðbrögð mannsins.)
Ég var ekki með heimskulegan, barnalegan út úr snúning. Ef svo er skaltu endilega benda á hann. Frá mér séð er málið afar einfalt. Hann eyðilagði hús sem hann átti ekki. Hann tapaði húsinu við fall krónunnar rétt eins og þúsundir íslendinga hafa tapað. Faðir minn tapaði öllum arfinum frá móður sinni.
Málið er hins vegar að menn sem eru heilir á geði einfaldlega ganga ekki berserksgang í kjölfarið, hvað þá hræsnarar sem hafa sjálfir svikið yfir tug milljóna úr öðru fólki.
Auðvitað er þetta ekki sama aðgerð og veggjakrot, en ég sé ekki hvernig fólk sé ástæðu til þess að hrópa húrra yfir þessu.
2.
ég ætla rétt að vona að þú gætir allavega fengið meira en 10 millur fyrir 50 milljóna hús, því sá sem tekst það ekki er ekki að reyna, það er bara staðreynd.
Nú ertu að ganga út frá því að fasteignaverð síðastliðinna ára hafi verið réttmætt. Síðast þegar ég vissi þá voru allir að garga að fasteignaverð síðastliðinna ára hafi verið út í hött, ertu ekki sammála?
Ætli raunvirði hússins sé ekki nær 10 milljónum heldur en 50 milljónum?
Af hverju helduru að kreppan hafi orðið? Ef það væru 50 milljónir hér og 50 milljónir þar, helduru að kreppan hafi orðið í fyrsta lagi?
Greinilegt einkenni kreppunnar, sem þú hlýtur að hafa heyrt um, er lausafjárskortur.
Þetta gígantíska framboð á lánsfé blés upp húsnæðisverð. Nú þegar það er þvílíkur skortur á lánsfé, þá dregst verðið saman. Ástandið er meira að segja þannig að það tekst í raun nánast því engum að selja í dag.
Af hverju ætti maður þá að búast við því að fá 50 milljónir fyrir húsið?
Ef ég kaupi kókflösku á 5 þúsund krónur, á ég þá að búast við því að hver sem er kaupi hana af mér á 5 þúsund krónur?
Verðið á húsinu, í dag, var einfaldlega ekki meira en 10 milljónir. Eignin féll í verði.
Það sem þú ættir að vera að spyrja um, er hví hann fékk ekki að bíða þar til markaðurinn jafnaði sig og kreppan gengi yfir, þar til hann seldi húsið í von um að fá meira fyrir það.
Bankinn hefur líklegast ekki séð það sem lausn, enda vantar hann reiðufé núna, en ekki eftir 5-10 ár þegar húsnæðið nær ‘kannski’ sínu upprunalega verði.
Ólíkt þér þá sé ég ekki hvernig þetta er réttmæt aðgerð. Ég skil hana, en ég fordæmi hana, ég hrósa henni ekki.
Hvað veist þú annars um það hvað liggur að baki huga ungs graffara? Ætli hann upplifi ekki líka óréttlæti og kúgun frá samfélaginu? Langflestir þeirra, ef ekki allir, eru í kannabisneyslu. Ef einstaklingur neytir kannabis finnur hann líklegast þrýsting frá samfélaginu, að vera hundeltur af fíknefnalögreglunni, þurfa að kaupa rándýrt efni á götunni vegna bannsins og vita að samfélagið er á móti manni.
Oftast eru þetta einstaklingar sem gekk ekki vel í ríkisskólunum, enda eru þeir alls ekki sniðnir fyrir alla. Það hentar ágætlega að vera í þeim ef maður er klár, en fyrir venjulega krakka, hvað þá fyrir krakka sem eru ekki jafn vel gefnir, þá getur verið hreint út sagt ömurlegt að þurfa að ganga í gegnum þetta apparat.
Ég skil vel reiðina sem getur legið að baki í hugum ungra veggjakrotara, sem finnst þeir hafa fundið sig í listinni og beita henni gegn samfélaginu sem er búið að vera svona grimmt við þá.
Svo jú, ég sé alveg hvernig þetta er sambærilegt, þó svo að ég réttlæti hvorugt