Hvað er eiginlega í gangi?
Ég var að horfa á þáttinn “Sönn íslensk sakamál”, þetta er fínn þáttur og mjög áhugaverður. Efni þáttarins í dag var að fjalla um málefni Steingríms Njálssonar, kynferðisafbrotamanns. Mér blöskraði yfir þessum helvítis aumingja þar sem hann sat hinn sallarólegasti og neitaði að hafa framið þá glæpi, sem er sannað að hann hafi framið. Hvað er eignlega að hjá þessum dómurum? eftir fimmta kynferðisafbrotið ætti þessi maður að vera fangelsaður ævilang og aldrei að fá að stíga fæti fyrir utan dyr fangelsins. Af hverju í anskotanum var honum alltaf sleppt? Það þarf engann sálfræðing til þess að sjá hverju hann hefur valdið ungum strákum sem hann beitti ofbeldi!