Ertu að styðja kynjamismunun einungis vegna þess að hún er kannski staðreynd í fortíðinni?
Hvernig væri aðeins að kynna sér mikilvægar staðreyndir. Það er staðreynd og samfélagið er ennþá karllægt. Karlar eru t.d. með hærri laun.
Þetta eru nokkrar staðreyndir sem eru ennþá í gildi í dag:
-Karlar ætlast til að konur séu aðeins þeim til áhorfs
-Konur eru í raun miklu meiri fórnarlömb þessa karllæga samfélags sem lýtur oftast á þær sem yfirborðslega hluti. Líttu í kringum þig vitringur: Fegurðarsamkeppnir á skjaeinum. Litið er á konur sem átrúnaðar kyntákn.
Arkitektúr á Íslandi er t.d. fullur af reðurtáknum: smáralind, vr húsið, osfrv.
Sambönd fólks byggjast mest á
erótískri þráhyggju.
Neikvæðar hliðar þessar erótískru þráhyggju er að karlar loka á allar tilfinningar og kremja þær undir karlmannslegu yfirborði: Samfélagið verður allt yfirborðslegt.
Karlar eru með minnimáttarkennd og þurfa að sýna sig:
Neikvæðar hliðar þessa karllægu hliðar: Hraðaakstur, virðingarleysi fyrir náttúrunni. Hryllileg græðgi. Hlutir eru teknir með valdi. Hræðsla við þetta vald heldur mörgum í tjáningarlegu fangelsi. S.s. heimilisofbeldi, osfrv.
Karlar eigi jafn auðvelt með að henda frá sér konum og hverju örðu dagblaði, það sýnir líka að maðurinn telur sig upphafinn yfir náttúruna. Yfir öll lögmál.
Þú sérð hvar hinn mannlegi heimur stendur í dag. Kjarnorkustríð hafa blasið við honum seinustu 60 ár. Allt út af þessu hrikalegu minnimáttarkennd og sýniþörf. Þá er maðurinn á góðri leið með að tortíma jarðarlífi og þar af leiðandi sjálfum sér. Allt byggist þetta á einhverri rangri hugmyndafræði um að einhver þurfi alltaf að vera í hlutverki heimslöggu(BNA og Rússland)
Þessvegna er þinn hugsunarháttur í svarinu hér á undan gamaldags. úrelt gildi sem eiga efalaust alls ekki við í það sem við myndum vilja kalla “nútíma” samfélag. Sannarlega ekki í framtíðarsamfélögum.
Karlímyndin er dæmd til að mistakast í samfélagi sem gefur lítið svigrúm fyrir aðrar skoðanir en þær karllægu verður Eros alltaf í ójafnvægi því að konur verða allaf hérna líka.
Þær þurfa að lifa uppi með þetta leiðinda karla dæmi.
Maðurinn heldur nefnilega enn í gömul, úrelt gildi um karlmannsímynd sem munu bara leiða til tortímingar okkar í nútíma samfélagi. Í dag hefur sumum löndum, og þar með manninum, tekist ágætlega að venjast nýjum gildum um jafnrétti kynjanna. Til dæmis hafa Ísland, Svíðþjóð, Rúanda og Haíti nokkuð gott kynjajafnvægi í þingsætaskipun. Spurning framtíðarinnar væri hinsvegar. Hvernig getum við gert samfélagið kynlega hlutlaust, þ.e. hvorki karllægt né of feminískt. Þar sem andlegt jafnvægi myndi nást og það væri meira tillit tekið til skoðana og hæfileika fólks burtséð frá því hvaða kyni það tilheyrir.
Þetta er nú bara soldið sem þú ættir að kynna þér um hvernig heimurinn hefur virkað á seinustu öldum og tekið það inn og reynt að horfa á það frá soldið “kyn hlutlausu” sjónarhorni. Reyna að finna þetta jafnvægi. Að skapa samfélag sem er hvorki of karllægt eða of kvenlægt og ná þannig betra andlega jafnvægi og sambandi á milli einstaklinga og reyna að leiðrétta öll þessi vandamál sem hafa skapast út af þessu ójafnvægi.