Hvað ertu að bulla? helduru að dópkóngarnir muni fara að skipuleggja innbrotastarfsemi? Ef fyrirtækið þeirra molnar niður þá munu þeir líklegast fá sér vinnu við eitthvað annað. Það væri mjög lítill grunnur fyrir handrukkun þeirra eða dópsölu.
Hvaða aðra glæpastarfsemi ertu að tala um? Það er engin ástæða til að halda á glæpir á öðrum sviðum muni aukast? Mundu að þeir sem eru að meðhöndla vímuefni myndu ekki fara út í leigumorð eða innbrot, einmitt vegna þess að þeir telja það rangt. Þeim finnst hins vegar vímuefnaneysla ekki vera röng í eðli sínu.
Það að eitthvað sé lögbrot þýðir ekki að það höfði til siðferðisvitundar okkar sem slíkt. Þú hefur væntanlega keyrt á 100-110 km/klst á þjóðvegum. Þér líður ekki eins og glæpamanni og berð þetta ekki saman við innbrot, einmitt vegna þess að þú sérð greinilegan mun á þessu tvennu, þó svo að undir lögum sé þetta allt brot og ólöglegt.
Svo held ég að það sé ekki mjög arðbært að lögleiða vegna núverandi fordómum gegn eiturlyfjum eða vímuefnum.
Nú? hvað koma fordómar því við hvort rekstur vímuefnasölu verði arðbær? Hvað ertu að meina með arðbær?
Taktu annað dæmi. Í Suður-Ríkjum BNA þá var svertingjum bannað að umgangast hvítt fólk, einmitt vegna þess að þeir litu svo á að það væru of miklir fordómar. Þeir vildu bíða þangað til fordómarnir minnkuðu og þá myndi það vera leyft.
Í Norðrinu þá vöru ekki þessar hömlur á einstaklingsfrelsi og svertingjar fengu fullan rétt á við hvíta, sama þó það væru alveg jafn miklir fordómar þar.
Í hvorum hluta BNA brotnuðu fordómar fyrr niður, í aðskilnaðarstefnu Suðursins eða í frjálsu samfélagi Norðursins?
Það að er aðskilnaðarstefna á Íslandi á milli vímuefnaneytenda og annarra manna og það gerir EKKERT nema auka fordóma, fáfræði og hatur milli þessara tveggja hópa, rétt eins og milli hvítra og svartra í Suðrinu og milli Ísraela og Palestínumanna.
Ég er sammála um að neysla á alltaf eftir að vera til staðar en hvað hjálpar það samfélaginu að lögleiða fullt af efnum
Hvað hjálpar það samfélaginu að banna þau?
Þetta hljómar voða vel með frelsi einstaklingsins og allt það en stundum þarf bara að fórna ákveðnum “réttindum” þegar fólk ætlar að lifa saman.
Nú hljómaru eins og argasti fasisti. Það er hægt að nota nákvæmlega sömu rök til að skerða málfrelsi, banna fundafrelsi (til dæmis til að stöðva óreirðirnar á Austurvelli í haust) og allt annað sem við teljum sjálfsagt.
Stundum þarf að hafa vitið fyrir fólki.
Fyrir börnum og þeim sem eiga við geðvandamál að stríða. Annars er engin ástæða til að halda að þú sért svona mikið klárari en við hin. Ertu fylgjandi menntuðu einveldi?
Það er rosalega létt að banna öðrum að gera eitthvað og vita hvað sé þeim fyrir bestu, en þegar það loksins beinist gegn þér þá verður annað á teningnum.
Ertu fylgjandi banni á áfengi?