Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla
Ég skil alls ekki hvernig er hægt að mótmæla þessari hugmynd. Rök til dæmis Jóhönnu hljóma þannig að þjóðinn geti ekki kosið um eitthvað þegar þau vita ekki hvað þau fá út úr kosningunum. Þetta er algjör della. Jóhanna getur ákveðið með þingmeirihluta að fara í aðildarviðræður, hvers vegna má þjóðinn ekki ákveða það? Hún er einfaldlega að segja að hún viti betur en við sjálf hvort það er skynsamlegt yfir höfuð að fara í aðildarviðræður. Samt sem áður telur hún að það eigi að bæta við ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrá. Ef það ákvæði væri komið í stjórnarskránna þá gætum við knúið þetta fram sjálf. Hvers vegna vil Samfylkingin þá ekki tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu? Þetta eru einstaklega heimskuleg afstaða.