Trú er það mannlegasta sem hefur fylgt mannkyninu- vísindalega sannað að það er innbyggt í heilann á okkur að trúa.
Árásarhneigð, óhófleg kynhvöt og nautn við það að refsa eru líka innbyggðar í heilann á okkur… þýðir það að við eigum að hampa þeim eiginleikum líka?
Sannur trúaður maður hefur eða ætti að hafa þann eiginleika að vita alltaf að dauðinn bíður hans EN að dauðinn mun aðeins vera byrjun að nýju óendanlegu lífi.
En þá er hann alls ekkert að bíða eftir dauðanum heldur öðru lífi. Ef það er óendanlegt líf þá er dauðinn merkingarlaus.
Það er einmitt munurinn, þeir sem eru virkilega trúaðir þeir trúa í raun ekki á dauðann, á meðan trúlausir horfast í augu við hann og sætta sig við hann, eða reyna það, eða reyna að hugsa um eitthvað annað (enda er meðal maður ekki að velta sér upp úr dauðanum allan liðlangan daginn)
En það er einmitt þetta sem þú varst að segja sem er svo hættulegt og það nákvæmlega sama og 19 manns hugsuðu morgunninn 11. september árið 2001 í New York borg.
Þetta er mjög þröngsýn hugsun, verð ég að segja, að halda að tilvist mín og þín getur útskýrst af þróunarkenningu Darwins.
Það er ekki þröngsýnt, það er beinlýnis heimskulegt.
Þróunarkenning Darwins útskýrir ekki tilvist þína, en hún útskýrir hvernig tegundirnar lifa af (eða lifa ekki af)
Nákvæmi náttúrunnar er fullkomin
Nei… sigðkornablóðleysi? Þróunarkenningin útskýrir fullkomnlega hvers vegna svartir menn í BNA eru líklegri til þess að vera með sigðkornablóðleysi en hvítir menn.
Ég sé eiginlega ekki hvað þú ert að meina með þessum orðum, en veiðinýtni flestra rándýra nær ekki hærra en 50-60% svo ég sé ekki hvernig það getur verið fullkomnun. Þú ert að vinna um óljóst guðdómlegt orðalag hérna svo það er ekki von að þú komist að óljósri guðdómlegri niðurstöðu.
og til að skilja kjarnann þarf ég persónulega að setja einn skapara yfir allt saman.
Það er merki um takmörkun á þínum skilningi, ekki merki um skapara
En hvað er tími og rúm veistu það?
tími og rúm eru ekki aðskyldir hlutir heldur eru þeir samtvinnaðir í 4víðri einingu sem kallast tímarúmið eða rúmtíminn. Rúmið er plássið í kringum okkur og tíminn er flæði rúmsins í gegnum 4 víddina. Tímarúmið á það til að sveigjast og beigjast, styttast og lengjast til þess að ljóshraðinn verði ávallt sá sami, sama í hvaða viðmiðurnarkerfi hann er mældur.
Vísindin hafa þó fært okkur rúm upp á 11 vídd án þess að skilja almennilega þessar víddir ámilli.
Strengjafræði er ekki viðurkennd vísindagrein.
Ég er þó ekki með þorið og vitund til að geta efast um tilvist Guðs og ég hef ekki efni á því að flækja lífið ennþá meira til að hugsa hver skapaði Guð.
Hvernig hefuru þá efni á því að flækja og takmarka þitt líf með því að hugsa um Guð í fyrsta lagi. Hann er nú nógu flókinn og margútslunginn í fyrsta lagi.
Ef þú værir virkilega samkvæmur orðum þínum þá myndiru ekki pæla í guði í fyrsta lagi. En þar sem þú pælir í guði þá er greinilegt að þú varst ekki að meina það sem þú sagðir heldur einungis að afsaka fyrir sjálfum þér hvers vegna þú tekur ekki til íhugunar grunnrökvilluna sem þér hefur tekist að hampa sem niðurstöðu, rétt eins og fjöldinn allur af fólki, að allt þurfi skapara.
Ef svo er þá gefur augaleið að skaparinn þurfi skapara. Þá erum við komin í óendanlega langa endurtekningu sem meikar ekki mikið sens.
það sem þú varst að gera var ekki að komast hjá því að flækja líf þetta heldur einingis að kjósa, sjálfviljugur, að líta fram hjá þeirri rökvillu sem þú varst að halda fram